Skírnir - 01.01.1925, Page 74
66 Benedikt Jðnsson Gröndal yfirdómari og skáld. [Skirnir
Einars í Heydölum, föður Odds biskups, en ekki er sú
ættfærsla öldungis viss. Son Jóns á Hellu var Tómas,
faðir Tómasar á Osi í Hörgárdal, föður Helgu, sem fædd
er 26. febr. 1715 og giptist fyrst 2. okt. 1734 séra Skúla
Illhugasyni presti til Möðruvallaklaustura (f 1744). Var
sonur þeirra Tómas prestur á Grenjaðarstað (f 1808), er
átti fyr Álfheiði Einarsdóttur, systur Hálfdanar skólameiBt-
ara, og eru frá börnum þeirra komnar miklar ættir, en
þau voru 5: Helga kona séra Jóns Jónssonar lærða í
Dunhaga, Guðrún móðir Kristínar konu dr. Hallgríms
Sehevings, Olafur prestur í Blöndudalshólum móður-móð-
urfaðir Bertels Þorleifssonar stúdents, Skúli prestur í Múla,
faðir Sigfúsar Schulesen sýslumanns o. fi. barna og Einar
aðstoðarprestur í Múla faðir Ilálfdanar prófasts á Eyri í
Skutulsfirði, föður Helga lektors* 1).
Árið 1745 (21. okt.) giptist Helga, ekkja séra Skúla
Illhugasonar, Jóni stúdent Þórarinssyni, er þá var djákn
á Möðruvallaklaustri. Var hann vel ættaður. Faðir hans
var Þórarinn, síðast prestur í Nesi í Aðaldal (f 13. jan.
1751) Jónsson prests í Stærraárskógi (f 1696) Guðmunds-
sonar stúdents og lögréttumanns í Flatatungu (f um 1677)
Arasonar lögréttumanns Guðmundssonar Einarssonar stór-
bónda í Bólstaðarhlíð Þórarinssonar Steindórssonar. Mætti
rekja ætt þessa í kvennliðum til ýmissa stórmenna, eu
því er hér sleppt. Séra Jón i Stærraárskógi var afbragðs-
smiður, ágætur skrifari og listfengur til handanna, mál-
ari dágóður og allvel skáldmæltur. Séra Þórarinn sonur
hans var og bezti smiður, skáldmæltur, fjölfróður og vel
að sér um margt, rímfróður og lagði stund á lækningar,
er heppnuðust honum vel, en þótti nokkuð einkennilegur
i háttum og var haldinn fjölkunnugur, og svo var um
eins og talið er i æfisögu Béra Björns Halldérssonar i siðasta Sliirni
bls. 91—92, þvi að það verður að teljast áreiðanlegra, að séra Eyjólfur
hafi verið dótturson Hróðnýjar, en ekki Jón Hallsson faðir hans, þótt
svo sé sumsstaöar talið.
1) Sjá nánar um næstu afkomendur séra Tómasar Skúlasonar (hálf-
þróður Benedikts G-röndal): Guðfræðingatal mitt hls. 276—279.