Skírnir - 01.01.1925, Page 75
Sklrnii) Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skéld.
67
Elínu ,dóttur hans, er giptist Bjarna Jónssyni á Knerri
(f 1791), er kallaður var Latínu-Bjarni og Bjarni djöflabani.
Eru sagnir nokkrar um þau hjón, þó meiri um Bjarna.
Þá er litið er nokkuð fram í tímann og allt niður
til nútímans virðast koma fram nokkurnveginn skýr
aðaleinkenni Gröndalsættarinnar, en það eru: fjöl-
hæfar og fjörugar námsgáfur, víða samfara hagleik á
hendur og tungu, en minna af svokölluðu veraldarviti
eða þeim hyggindum, sem í hag koma, auðvitað með
ýmsum einstökum undantekningum. Margir þessara ætt-
manna hafa, þrátt fyrir mikla hæfileika, ekki getað notið
sín sem skyldi í lífsbaráttunni, vegna þess, að þá hefur
vantað næga staðfestu, stöðuglyndi og þrautseigju, hafa
verið lóttlyndir um of, reikulir í ráði, og gleðimenn, en
sumir einrænir og ekki við alþýðuskap. Gæti eg nefnt
ýms einstök dæmi frá fyrri og síðari tímum, því til sönn-
unar, að þetta er ekki gripið úr lausu lopti, og að meira
hefur borið á þessari kynfylgju í þessari ættkvísl, en í
flestum öðrum. En hæfileikamenn margir hafa í ætt
þessari verið.
Síðasta kona séra Þórarins í Nesi og föðurmóðir Bene-
dikts Gröndal var Ragnhildur Illhugadóttir prests í
Grimsey1) (f 1706) Jónssonar, systir Halldóru, móður
Bjarna sýslumanns Halldórssonar á Þingeyrum2), svo að
Benedikt og Halldór Vídalín á Reynistað voru þremenn-
ingar.
Árið 1748 (28. jan.) var Jón djákni Þórarinsson
vígður til prests að Eyjadalsá, 37 ára gamall og fluttist
þangað um vorið frá Ósi í Hörgárdal með Helgu konu
sinni. En 1752 voru honum veitt Mývatnsþing, og bjó
bann þar lengst í Vogum, lét af prestskap 1777, og and-
1) Hann var þar prestur 36 ár samfleytt, langlenp;st allra, er
þar hafa verið og einn hinna fáu presta, sem þar er jarðaður. 8éra
Þórarinn var þar prestur 7 ár (1711—1718), áður en hann fór að Nesi.
2) Björn son séra Þórarins var um hrið i Viðidalstungu hjá
Bjarna sýslumanni, sakir frœndsemi, en út af flengingu Kjapta-Katrinar
Tómasdóttur varð hann að flýja land og staðnæmdist i Hollandi.
5*