Skírnir - 01.01.1925, Page 77
Skírnir] Benedikt Jónsson Grröndal yfirdómari og skild. 69
hann þar upp hjá foreldrum sínum við fremur þröngan
hag og var hafður til að sitja yfir fé á sumrum. Er sagt,
að hann hafi þá í hjásetunni (um eða fyrir innan ferm-
ingaraldur) ort rímur af Hrómundi Greipssyni, en líklega
hefur það ekki verið mikill skáldskapur, og ekki munu
þessar rímur hans nú finnast í handritum. Það hefur og
8agt verið, að Benedikt hafi tekið sér ættarnafnið Grön-
dal eptir grænum lautum eða lágum í Vogalandi* 1 2), hvort
sem það örnefni, Grænidalur, þekkist nú þar í landareign-
inni eða ekki. Er allsennilegt, að hann hafi í æsku setið
hjá ám föður síns einmitt á þessum stað (Grænadal). Með
því að pilturinn hefur verið námfús, hefur faðir hana
byrjað snemma á að kenna honum undirstöðu í skóia-
lærdómi, en jafnframt lét hann séra Einar Hjaltason, að-
stoðarpre8t sinn og tengdason, kenna honum. Þá er séra
Einar fluttist úr Mývatnssveit og fékk Þóroddsstað 1809
orti Gröndal til hans vísuna:
ragni þér allt í Fúlnkinn*) o. s. frv.
Þá er Benedikt var nokkuð kominn áleiðis i lær-
dómi, sendi faðir hans hann veBtur að Reynistað til Hall-
dórs Vídalíns frænda síns, og naut hann þar kennslu
Þórarins bróður síns, er þá var orðinn stúdent, og siðar
varð djákni þar á Reynistað. En á sumrum var Bene-
dikt í kaupavinnu þar vestra, þar á meðal hjá Jóni
lækni Péturssyni í Viðvík. Þar orti hann við slátt visu
þessa:
o. fl.) en það er vafalaust rangt, og 1760 hið rétta. Það sýna meðal
annarB aldursákvarðanir hans; Hann kemur 16 ára (þ. e. á 17. ári) i
Hólaskóla 1777, útskrifast á 21. ári vorið 1781 og er talinn 25 ára (þ.
*■ á 26. ári) i innritunarskrá háskólaDS i febr. 1786. Sjálfur telur hann
0ig 37 ára i nóvember 1797 (shr. sálnaregistur Reykjavikurprestakalls
það ár og næstu ár i samræmi við það), svo að á þessu er enginn vafi.
•áð hann sé fæddur 30. nóv. 1768 (Klausturpóstur 1825 hls. 134, sbr.
!54) getur ekki komið til greina.
1) Þetta segist Kristján Jónsson hæstaréttardómstjóri hafa heyrt
i ungdæmi BÍnu þar nyrðra, og jafnframt, að Egill Helgason, vinnr og
sveitungi Gröndals, hafi um Bama leyti tekið sér ættarnafnið Sandholt
eptir einhverju örnefni þar í Mývatnssveit.
2) Ljóðmæli (1833) bls. 92.