Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 78
70
Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og ?ká\d. [Skirnir
Betur greiða högg eg hlýt
hóli þeim af frosti kól,
setur geisla sína hvit
sól á miðjan Tindastól1)-
Síðar orti hann kvæðið »LæknÍ8bróður«2 3) til Jóns læknis,
þá er ritlingur hana um iktsýki var prentaður á Hólum
1782. En haustið 1777 var Benedikt tekinn i Hólaskóla,
og var þar 4 vetur. Var hinn hálærði skólameistari
Hálfdan Einarsson aðalkennari hans, og virðist hann hafa
haft miklar mætur á þessum gáfaða og námfilsa læri*
sveini sínum. Var þá allmikið farið að bera á snjallri
skáldskapargáfu hans, og hefur hann eflaust ort ýmislegt
á skólaárum sínum, þótt fátt sé nú kunnugt af því®).
Af skólabræðrum Benedikts urðu nafnkenndastir: Geir
Vídalín, síðar biskup (fór úr skólanum 1779), OddurVída-
lín sýslumaður (ý 1804), séra Gísli Þórarinsson í Odda
(f 1807), báðir útskrifaðir 1779, og Sveinn Pálsson lækn-
ir (ý 1840), er kom í skólann s. á. sem Benedikt, en
útskrifaðist ári síðar (1782). Milli Geirs Vídalíns og Bene-
dikts var alúðarvinátta alla tíð frá samvistum þeirra i
skóla. Sveinn læknir og Benedikt voru og jafnan góðir
vinir.
Síðasta veturinn, sem Benedikt var í skólanum (1780—
1781 )4) var hann efstur í efri bekk, en næsturhonum JónOdds-
son, síðar prestur á Kvíabekk (ý 1821), námsmaður góður.
Var þetta eini veturinn, sem Jón biskup Teitsson sat að stóli
á Hólum. Var þá haldin hátíð í skólanum á fæðingardegi
1) Ljóðmæli hls. 198—199.
2) Ljóðmæli bls. 167—168.
3) I Ljóðmælum hans bls. 76—80 er langt brúðkaupskvæði, er
hann orti i skóla til Péturs Jónssonar prentara og Sigríðar Jónsdóttur,
1780, prentað á Eóium s. á.
4) Stílabók Benedikts úr Hólaskóla 1780 er i Lbs. 1257 8vo. Eru
þar bæði latneskir stílar, þýðingar á latinn úr islenzku og dönsku, og
verkefni til að læra að yrkja á latínu, allt með eiginhandarleiðréttingum
Hálfdanar skólameistara milli linanna. Áuk þessa er i handriti þessu
nokkrar lausavisur á íslenzku, eflaust ortar af Benedikt um þetta skeið
og munu flestar vera lauslegar þýðingar úr latinu.