Skírnir - 01.01.1925, Page 79
Skirnir]
Benedikt Jóneson Gröndal yfirdómari og skáld.
71
Kristjáns konungs 7., 29 janúar (1781). Héldu þeir bisk-
up og Hálfdan skólameistari þar ræður á latínu, en Bene-
dikt og Jón Oddsson héldu þar sína ræðuna hvor, Bene-
dikt á íslenzku með ljóðmælum dróttkveðnum til kon-
ungsins, drottningarinnar, Friðriks krónprinz, Friðriks
erfðaprinz, stiptamtmanns (Thodals) og biskups (Jóns Teits-
Bonar)1 2 3), en ræða Jóns Oddssonar var á latínu®). Var
sungið í kór á undan og eptir ræðuhöldunum, efribekk-
ingar á latínu, en neðribekkingar á íslenzku8). Fókk Bene-
dikt 3 rd. verðlaun fyrir ræðu sína, en Jón Oddsson 4 rd.4)
fyrir sína; var latínan það meira metin. Ekki er kunn-
ugt, að hátíðarhöld hafl verið optar í Hólaskóla á fæð-
ingardegi konungs með svipuðu sniði, en líklega hafa
þar optast verið einhver hátíðabrigði þann dag.
Vorið eptir (1781) útskrifuðust ekki aðrir úr skólan-
um en Benedikt og Jón Oddsson. Fékk Benedikt ágætt
stúdentsvottorð á latínu (testimonium5) hjá Hálfdani skóla-
meistara, ds. 15. maí. Er honum þar hælt fyrir stillingu,
Biðprýði og lítillæti, einnig fyrir iðni og góðar gáfur,
Bérstaklega til skáldskapar og málsnilldar6 *). Næsta far-
dagaár (1781—1782) og sumarið 1782 dvaldi Benedikt á
Hólum hjá Jóni Árnasyni skólaráðsmanni, föður séra
Björns í Bólstaðarhlið, og var þá jafnframt tæpt ár ritari
Hálfdanar skólameistara, er gegndi biskúpsstörfum eptir
11 Ljóðmæli þessi eru ekki prentuð í ljóðakveri Gröndals (Viðey
1833).
2) Ræður þessar eru (i frumriti) í J. S. 400 4to, en þó vantar
eitthvað aptan af latnesku ræðunni.
3) Sbr. Bréfabók Hálfdanar Einarssonar 1782 bls. 133, 168—169 i
Þjskjs, og bréf Jóns bisknps Teitssonar til Hannesar biskups í febr.
1781 (Lbs. 28 fol.), þar sem biskup getur þess, að Benedikt sé dágott
skáld.
4) Verðlaun þessi hafði Andrés Holt etazráð, sá er var í lands*
nefndinni 1770, gefið handa skólapiltum á Hólum, er sköruðu fram úr
við nám sitt.
6) Það er með eigin hendi Hálfdanar i Stúdentsvottorðabók hinni
eldri frá Hólaskóla í Þjskjs.
6) Ingenii dotes . . . feliciores, imprimis vero ad poesin et ora*
tionis concinnitatem propendentes.