Skírnir - 01.01.1925, Page 80
72
Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld. [Skirnir
fráfall Jóna biskups Teitssonar (16. nóv. 1781). En haustið
1782 fór Benedikt suður að InDrahólmi á Akranesi og
var þar tæp 3 ár ritari Olafs amtmanns Stefánssonar.
Hafði hann þar annríki mikið við bréfaskriptir og þóttist
þá lítt geta haldið við skólalærdómi sínum J) En annars
lét hann allvel yfir dvöl sinni þar og kvað amtmann
hafa verið sér góðan. Veitti hann honum brottfararleyfl
til siglingar, og styrkti hann ríkulega með fararefni til
ferðarinnar, en ekki er að sjá, að hann hafi fengið nokk-
urn styrk hjá honura til háskólanáms síns, og mun hann
ekki hafa haft annað fé með höndum, er hann sigldi,
en það sem hann kann að hafa sparað saman, síðan hann
útskrifaðist, og naumast hefur getað verið mikið. Hann
lét í haf 8. sept. 1785 með skipi því, er hét »Sankti Jóhannes*
og hafði harða útivist og langa, hrakti suður í Spánar-
haf, og kom loks til Hafnar undir árslok. Um þessa ferð
sína orti hann kvæðið:
Akkers þunga upp var létt1 2 3 * *) o. s. frv.
Skömmu síðar gekk hann undir aðgöngupróf (examen
artium) við háskólann, var skráður í studentatölu 27. febr.
1786 með 2. einkunn og er þá í innritunarskránni nefndur
(á latinu) Benedictus Johannes Gröndahl. Hefur hann því
tekið sér nafn þetta jafnskjótt og hann kom til Hafnar8). Tók
1) Seint i apríl 1784 var Benedikt, ásamt fieirum, sendur á átt-
æring frá lnnrakólmi suður i Reykjavik til að sækja þangað Magnús
Steplien6sen, son amtmanns, er þá var sendur kingað til lands til að at-
kuga afleiðingar Skaptáreldsins eystra. Lögðu þeir þegar af stað aptur
frá Reykjavik, en þá skall á ofsanorðanveður með körkugaddi, og náðu
þeir með naumindum landi við Kjalarnestanga og voru þá 3 nætur um
kyrt i Brautarkolti. Hinn 27. apríl komust þeir að Innrakólmi, en
náðu ekki lendingu þar sakir isreks, og urðu að stökkva á ísjökum til
lands. Voru þetta fyrsta kynni þeirra Gröndals og M. St. Var þá
kungur mikið og karðrétti kér i landi, og segir M. St. að kelzta fæða
almúgans kafi verið úldin súpa af kor- og pestdauðu sauðfé. (Æfisaga
M. St. i Timar. kókmentafél. 9. árg. 1888, kls. 245).
2) Ljóðmæli kls. 172—173.
3) Hann ritaði sig stundum Bendix Gröndal, er kann skrifaði
á dönsku, annars venjulega B. Gröndal (aldrei með k) og á síðari árum
að eins Gröndal t. d. ávallt undir landsyfirréttardómana.