Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 81
Skirnir] Benedikt Jónsson Gröndal yfirdóniari og skáld, 78
hann þvínæst að búa sig undir heimsspekipróflð og naut
þá kennslu vinar síns Geirs Vídalíns, ásamt StefániStep-
hensen, syni Olafs amtmanns, er tekið hafði examen artí-
um um leið og Benedikt og með sömu einkunn. Minnist
Stefán á hann í bréfi til Hannesar biskups ds. í Höfn 23.
ágúst 17861), og kveðst efa, að Gröndal standi sig öllu
betur en hann og bætir svo við: »vinnur hann það mest
með ástundunarsemi, og ekki ber hér svo mikið á hans
stóru gáfum sem á Islandi*. Virðist kenna nokkurs
metnaðar í ummælum þessum, og að Stefán vilji gera
lítið úr gáfum þessa fyrverandi þjóns föður sins, og telja sig
að öllu honum jafnsnjallan eða fremur. En ummælin sanna
það, að Gröndal hefur haft orð á sér fyrir gáfnaskarpleik,
þótt Stefán vilji hnekkja því áliti. Hinn 20. des. 1786
tóku þeir Gröndal og Stefán heimspekiprófið og fengu
báðir 1. einkunn.2 3 *) Næstu 2 ár, 1787 og 1788, stundaði
Gröndal af kappi nám í gömlu málunum, latínu og grísku,
ásamt fagurfræði, en tók þó ekki próf í þeim greinum.
Ætlaði hann sér að fá kennaraembætti það í náttúru-
8ögu og sagnfræði, er stofna átti við Hólavallarskóla,
og nefnt var lektorsembætti og sótti því um það 1788,
en Jón Johnsonius, síðar sýslumaður, sótti þá fastlega
um það á móti honum, og var haldið, að hann yrði hlut-
Bkarpari,8) því að hann hafði lengi verið í Höfn, en svo
fór, að hvorugur þeirra fékk það, því að embætti þetta
var aldrei veitt, og hvarf loks hljóðalaust úr sögunni,
af þvi að stjórnin tímdi ekki að launa það, þá er á átti
að herða. Munu þessi vonbrigði hafa orðið til þess, að
Gröndal hætti við nám gömlu málanna, sem. hann þó
iðraði8t eptir, og sneri sér að lögfiæði í von um að fá
fremur eitthvert embætti að löknu námi. Átti hann við
^jög þröngan fjárhag að búa í Höfn á námsárum sínum,
1) Lbs. 28 fol.
2) Sbr. bréf Stefáns til Hannesar biskups 12. febr. 1787 í Lbs.
28 fol.
3) Sbr. bréf Magnúsar Stephensen til Hannesar bisknps 27. marz
1788 í Lbs. 29 fol.