Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 82
74 Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld. [Skirnir
og bendir sumt í kvæðum hanB á, að hann hafi átt þar
erfiða daga, sbr. vísuna:
Sultur og seyra elti1 2 3) o. s. frv.
Meðan hann stundaði lögfræðinámið var hann (1788—
1790) i þjónustu nefndar þeirrar, er gera átti skipun
á verzlun Islands og Finnmerkur, og jafnframt var
hann BÍðustu 4 ár BÍn í Höfn (1788—1791) ritari Lær-
dómslistafélagsinB og sneri þá á íslenzku ýmsum ritgerðum,
Bem prentaðar eru í ritum þess félaga t. d. u m b ó 1 u-
setningu á íslandi (í 8. bindi) umpottöaku-
brennu af þangi (í sama bindi) um á vísun t i 1
að bleikja lérept (1 9. bindi) um gáfnapróf
(sama bindi)8) um húsblas (í 11. bindi), auk þýðinga i
ijóðum, sem prentuð eru í þessum félagsritum, og var
hin lang umfangsmesta þeirra þýðingin á »Musteri mann-
orðsina« (»the Temple of Fame«) eptir enska skáldið
Alexander Pope (ý 1744), prentuð í 10. 11. og 15. bindi
ritanna8). Er þýðing þessi öll 190 erindi með fornyrða-
lagi og þykir ágætlega af hendi leyst. En ekki mun
Gröndal hafa snúið kvæði þessu úr frummálinu, því að
hann var naumast svo vel fær í ensku, heldur eptir
þýzkri þýðingu með hliðsjón af frumritinu, því að hann
var svo vel að Bér í þýzku, að hann ritaði hana, ekki
öllu miður en dönsku, að því er hann sjálfur sagði, og
var hann þó hvorki sjálfhælinn né ósannsögull, segir Bjarni
amtmaður Þorsteinsson4). Aukastörf þessi hafa eflaust
verið lítt launuð, en þau hafa hlotið að taka allmikinn
tíma frá lögfræðináminu, og það er því mesta furða á
hve Bkömmum tíma Gröndal lauk þvi, eða á hálfu þriðja
ári í mesta lagi. Ætlaði hann að ganga undir embættis-
1) Ljóðmælin blB. 200.
2) Framhald þessarar þýðingar er i Eptirmælum 18. aldar bls. 776.
3) Kvæði þetta er einnig prentað í Ljóðmælum Gröndals bls. 1—
45. Er þar lýst draumsjón höfundarins, og getið um ýms Btórmenni
og hetjur, ekáld og spekinga fornaldarinnar, er hann sér í draumnum,
en jafnframt hugleiðingar skáldsins um sanna og verðskuldaða frægð
og muninn á góðu og illu mannorði, sannleika og lygi m. fl.
4) Lbs. 1754 4to., þar sem amtmaður minnist á þýðingu þessa.