Skírnir - 01.01.1925, Page 83
Skirnir) Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld. 75
próf í apríl 1791, og hafði sent beiðni um það til háskóla-
ráðsins 1. marz, en þá lagðist hann i mislingum og tók
þvi ekki aðalprófið (»teoretiska« hlutann) fyr en 24. júni,
en hinn »praktiska« hluta þess 13. júlí s. á., hvorttveggja
með 1. einkunn. Mun það hafa ýtt undir hann að hraða
prófinu, að þá um vorið fréttist til Hafnar lát Björns lög-
manns Markússonar (f 9. marz 1791) og tók þá Magnús
varalögmaður Olafsson við lögmannsembættinu sunnan
og austan, en Gröndal sótti þá þegar um varalögmanns-
embættið hjá Magnúsi lögmanni, áður en hann tók prófið,
og var veitt það 19. ágúst s. á. Segir samt Bjarni amt-
maður, að þá hafi átt að bægja honum frá þessu embætti,
og eignar það undirróðri sona Olafs stiptamtmanns, einkum
Magnúsar Stephensens1), og verður síðar vikið nánar
að frekari undirróðri gegn Gröndal úr þeirri átt, eptir
sögn Bjarna amtmanns.
Eptir 6 ára veru í Kaupmannahöfn fór Gröndal til
Islands og lét í haf 26. sept 17912) með póstduggunni
er hét »Svalan« (»die Schvalbe*). En sú ferð gekk erfið-
lega, því að skipið var fullar 10 vikur, eða 72 daga í
hafi og 7 vikur gátu skipverjar ekki kveykt upp eld, en
er skipið loksins náði landi strandaði það 6. desember í
klettum milli Kálfatjarnar og Bakka á Vatnsleysuströnd
i norðankafaldi og frosthörku. Komust þó menn allir
lífs af, en flestir meiddir nokkuð og þjakaðir og sumir
kalnir. Gröndal var hörkumaður á þeim árum, og gekk
frá skipsfjöl lítt klæddur með fylgdarmanni, er hann fékk
Bér og ætlaði inn á nes. Gengu þeir yfir Vatnsleysuheiði
og inn svo nefndan Almenning, unz þeir áttu skammt
til Ottarsstaða i Hraunum; þraut þá Gröndal gönguna,
bæði af kulda og langvinnu vosi, er hann hafði átt
við að búa, lagðist þar fyrir og sofnaði svo fast, að hann
varð ekki vakinn. Fylgdarmaður hans fór þá á Óttar-
1) Lbs. 1754 4to.
2) Áöur en bann lagði af staö orti hann kvæðiö: „Lof sé guði
®g lokið hef | lotam Hafnarvista11 o. s. frv. 5 erindi. Ljóðmæli bis. 199—200.