Skírnir - 01.01.1925, Page 84
76
Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld. [Skirnir
staði og fékk þar mannhjálp. Var Gröndal fluttur heim
til bæjarins, og var þá kalinn á tám og fingrum; hresst-
ist hann þó brátt við aðhlynningu þá, er hann fékk, og
komst svo að Görðura á Alptanesi til séra Markúsar próf-
asts Magnússonar, og var þar um veturinn. Náði hann
sér svo fljótt aptur, að hann fór í erfi Meldals amtmanns
á Bessastöðum 10. desember. Um hrakning sinn og skip-
brot í þessari ferð orti Gröndal vísur þessar:
Benedikt kom og braut sitt far
búðarvos hann átti þar
og sultar, syngur:
efnum spillti öldu mar
ekkert bann að landi bar
nema frosna fingur.
Skal bonum lukkan hafa horn
i bverri síðu, þar til norn
á spotti springur?
eða gefast auðna forn
að bann rétti litið korn
sá vesalingur1)-
Sú varð reyndin á, að auðnan varð honum frem-
ur andstæð og erfið, eins og heimkoman til ættjarðar-
innar, svo að hann síðar braut að nokkru leyti skip
sitt á blindskerjum lífsins, og varð að þola þrautir
langar og miklar.
Sumarið 1792 var Gröndal á Lambastöðum hjá vini
sínum séra Geir Vídalín, og reið það sumar til alþingis,
og var þá einn dómenda í yfirréttinum (það var hann
einnig 1794 og 1796). Hafði þá Olafur stiptamtmaður í
hyggju að skipa hann aðstoðarmann Skúla gamla land-
fógeta, gegn hálfum launum. Ritaði stiptamtmaður Hannesi
biskupi 10. júlí (1792) um óreiðuna í reikningum Skúla, og
leitaði ráða til biskups, hvort ekki væri reynandi að
Btinga upp á því við rentukammerið, að honum yrði skip-
aður aðstoðarmaður, og taldi Gröndal bezt til þess fall-
inn2). En ekkert varð úr þessari ráðagerð, og hefur
1) Ljóðmæli bls. 200-201.
2) Þetta bréf stiptamtmanns (Lbs. 29 fol.) lýsir mjög vel afstöðu