Skírnir - 01.01.1925, Síða 85
Skfrnir] Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skild. 77
biskup ef til vill heldur dregið úr þvi, að nokkuð væri
hrófiað við gamla manninum, því að biskup dró jafn-
an taum Slcúla og miðlaði málum milli hans og tengda-
föður síns.
Haustið 1792 sigldi Gröndal til Hafnar til þess að
sækja um amtmannsembættið i suðuramtinu eptir Meldal
amtmann (f 19. nóv. 1791), en sú ferð varð árangurs-
laus, því að embætti þetta va'r veitt Olafi stiptamtmanni, sem
aukageta, 17. apríl 1793. HafðiMagnús Stephensen ritað róg
um Gröndal til að sporna gegn því, að hann næði embætt-
inu, sem einnig tókst. Kveðst Bjarni amtm. Þorsteinsson* 1)
hafa séð um þetta efni »eitthvert hið skammarlegasta
prívatbréf af- vissum manni2 3), er eg held skrifað verði á
annars manns bak«. Kom Gröndal út aptur 1793 og
hafðist þá við á Lambastöðum til 1795 atvinnulaus, því
að engin laun fylgdu varalögmannsembættinu. Sumarið
1792 (25. ágúst), áður en Gröndal sigldi, hafði hann, ásamt
Stefáni Stephensen varalögmanni, sótt um til stjórnarinn-
ar að ljúka við endurskoðun lagaverksins, er Jóni vara-
lögmanni Olafssyni (f 1778) hafði verið falin á hendur
1760. Vildu þeir fá 200 rd. laun hvor árlega til þessa
Btarfs. Stiptamtmaður mælti fast fram með þessari um-
8ókn 13. Bept. s. á.8), enda átti sonur hans hlut að máli.
Svar kansellísin8 kom í bréfi til stiptamtmanns 15. júní
17934) um fyrirkomulag endurskoðunarinnar, og sést af
því, að Magnús Stephensen hefur sótt um þetta sama, en
engum þessum umsóknum var sinnt, en urðu að eins til
þess, að kansellíið lagði svo fyrir, að verk þetta yrði
unnið af umsækjendunum, Magnúsi lögmanni Olafssyni o.
hans til Skúla, og livernig kann þóttist vilja launa honum illt með góðu,
euda vseri engin fremd að leggjast á hann gamlan fauskinn, er kominn
v®ri að fótum fram, og hefði þó lifað helzt til lengi.
1) Lbs. 1754 4to. bls. 7.
2) Hér er auðsjáanlega átt við M. St. enda er nafn hann skamm-
atafað fyrir ofan línuna i handritinu.
3) Brbók stiptamtmanns XXVII nr. 949, bls. 33—35,
4) Lovs. for Isl. VI, 121-123,