Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 86
78
BeneJikt Jónseon Gröndal yfirdómari og sk&ld. [Skirnir
fl., endurgjaldBlaust. Stiptamtmaður sendi Gröndal 5. bók
laganna til endurskoðunar með bréfi 13. des. 1793, en
Gröndal Bendi hana aptur með bréfl 13 jan. 1794'), kvaðst
ekki fá nokkur laun úr konungssjóði, og því ekki telja
sig ekyldan að vinna að þessari endurskoðun fyrir ekki
neitt, enda gæti það naumast verið tilætlun stjórnarinnar.
Fer hann og lítilsvirðandi orðum um frtunvarpið (frv. J.
01. varalögm.), og telur það hérumbil orðrétta þýðingu
af Norsku lögum, án þess að bætt sé neitt verulega úr
göllum þeirra; þurfi því frumvarpið gerbreytinga að efni
og orðfæri, og þurfl bæði málfróðir og lögfróðir menn að
þessu að vinna, svo að endurskoðunin verði að gagni,
en sjálfsagt sé, að menn þessir fái sæmileg laun fyrir
erflði sitt. Kveðst hann vona, að kansellíið leysi hann
frá þess konar launalausum verkum, meðan hanu sé ekki
iaunaður af almannafé. Þessi neitun Giöndals var svo
send kanselliinu. Stefán Stephensen varalögmaður sendi
einnig aptur 4. bók laganna, er honum hafði verið út-
hlutuð, og Magnús bróðir hans afsakaði sig einnig frá
allri endurskoðun endurgjaldslaust, en ritaði auðvitað
varlegar um þetta en Gröndal, og kvaðst geyma þann
lagaþátt, er honum var sendur, þangað til nánari úr-
skurður kæmi frá kansellíinu, en hann kom ekki, og féll
málið svo niður, þangað til Stefáni Stephensen var falið
með kansellíbréfi 7. júní 1800 að endurskoða hin gildandi
islenzku lög og semja nýja lögbók gegn 300 rd. þóknun
árlega næstu 3 ár1 2).
Sumarið 1795 fór Gröndal frá Lambastöðum suður að
Bessastöðum og gerðist þar ritari Wibe amtmanns, er þá
kom út og hafði fengið vesturamtið. Var Gröndal á Bessa-
stöðum til næsta vors, 1796, er hann reisti bú á Elliða-
vatni, og kvongaðist þá í Viðey 22. júní s. á. Þuríði Ólafs-
dóttur frá Frostastöðum í Skagafirði, systur Ólafs lektors
á Kongsbergi (ý 1832). Var hún 3 árum yngri en Grön-
dal (fædd 24. júní 1763) en hafði 16 ár verið þjónustu-
1) Þjskjs. A. 141 nr. 1587.
2) Lovs. for Isl. VI, 446.