Skírnir - 01.01.1925, Page 87
Skirnir] Benedikt Jónsson öröndal yfirdómari og skáld. 79
stúlka hjá Ólafi stiptamtmanni, kom til hana 17 ára (I7b0)
og var á Innrahólmi, þá er Gröndal var þar ritari (1782—
1785) og hafa þau þá fyrst kynnzt þar. Var hún fríð
kona sýnum og gervileg, greind vel og tápmikil, og af öllum
talin mesta merkiskona; þurfti hún einnig á öllu þreki sinu
að halda, er stundir liðu fram. Varð hún og að hafa alla
umsjón búsins á hendi, því að Gröndal vai' enginn bú-
maður eða framkvæmdarmaður um slíka hluti. Bjó hann
að eins 1 ár á Elliðavatni (1796—1797), enundiþar ekki,
fluttist þaðan að Bakka á Seltjarnarnesi 1797 og var
þar 1 ár, en 1798 fluttist hann að Nesi við Seltjörn, og
bjó þar í torfhúsi (moldarbæ), er Magnús Ormsson lyfsali
léði honum til afnota og svo grasnyt nokkra, svo að hann
gat haft 2 kýr, en sauðfénað sára fáan, enda hafði Jón
Sveinsson landlæknir meginhluta jarðarinnar til ábýlis.
Átti Gröndal við mjög þröngan hag að búa fyrstu 4 árin,
eptir að hann byrjaði búskap. Bækur sínar varð hann
að hafa uppi á hanabjálkalopti i Nesstofu, og sat þar
löngum við lestur á vetrum; varð þá opt svo kaldur, að
hann kenndi sín ekki upp að knjám, og hefur Sveinbjörn
Egilsson, tengdasonur hans, það eptir konu hans1), að þetta
muni hafa valdið veikindum hans, er siðar komu fram.
Þótt efnin væru litil styrktu þau hjón til skólagöngu
Bjarna Þorsteinsson, síðar amtmann, er var þremenning-
ur að frændsemi við frú Gröndal, því að Ingibjörg Jóns-
dóttir, föðurmóðir hennar, var föðursystir séra Jóns prófasts
Steingrímssonar og Þorsteins föður Bjarna. Var hann
hjá þeim hjónum á Elliðavatni, Bakka og Nesi frá 1796
til 1800, að hann útskrifaðist, og einnig að mestu leyti
eptir það, þangað til hann sigldi til Hafnarháskóla 1804.
Lýair það drenglund þeirra hjóna, að þrátt fyrir erfiðan
fjárhag fókk Gröndal Bjarna 200 rd., er hann sigldi og
lofaði að rétta honum hjálparhönd framvegis, ef efni sin
leyfðu. Var þetta mikil upphæð á þeim tímum, enda var
Bjarni jafnan minnugur góðvildar þeirra bjóna, og reynd-
1) Æfiminning B. Gröndals, Viðey 1893 bls. X—XI.