Skírnir - 01.01.1925, Síða 88
60
Benedikt Jónsson Gröndal yfirdóœari og skáld. [Skirnir
ist Gröndal tryggur vinur í raun, þá er honum lá mest á
í veikindum sínum og vandræðum. Hefur Bjarni og far*
ið hlýjum orðum um þennan velgerðamann sinn í hinni
merku æfisögu sinni1) og lét sér mjög annt um að halda
uppi minningu hans látins, eins og sumstaðar er vikið
að í þessari ritgerð.
Meðan Gröndal gegndi varalögmannsembættinu dæmdi
hann 2 dóma (24. júlí 1794 og 15. júli 17972), er báðir voru
ónýttir í yfirrétti, annar 1795 í lögmannstollamáli Magnús-
ar lögmanns Ólafssonar3) og hinn 1798 í máli Jóns Jóns-
sonar yngra á Járngerðarstöðum gegn Árna kaupmanni
Jónssyni4). Varð Gröndal fyrir sektum í þeim báðum.
Bregður Ólafur stiptamtmaður honum jafnvel um hlut-
drægni í báðum þessum málum5 6), en telur samt, að hann
muni verða hæfur dómari við æfinguna. En þessar ófarir
Gröndals í yfirréttinum munu að miklu leyti hafa stafað
frá áhrifum Magnúsar Stephensens, er var mjög óvinveitt-
ur Magnúsi lögmanni, og virðist helzt hafa viljað flæma
hann frá lögmannsembætti og þá Gröndal um leið, sem
of hliðhollan honum, frá því að verða eptirmaður hans,
enda fer Bjarni amtmaður Þorsteinsson, er þessu hefur
verið vel kunnugur, svofelldum orðum um þetta I óprent-
uðu handriti8): »Líka var setið um Gröndal sem vicelög-
mann, eins og collega hans lögmann Magnús Ólafsson og
dómar þeirra sigtaðir til hins ýtrasta, ef lukkast kynni
1) Tímarit kókmenntafólagsins 24. árg. 1903 bls. 109—193.
2) Alþingisbók 1794 nr. 24 og 1797 nr. 14.
3) Sbr. Acta yfirréttarins 1795 IV. 1.
4) Sbr. Acta 1798 í bdr. í Þjskjs. Gröndal mnn aldrei liafa greitt
sekt þá (4 rd.) til lögreglnsjóðs, er honum var dæmd í þessu máli, þvi
að 7. febr. 1805 neitar hann þvi algerlega, þykist ekkert muna eptir
m&linu og dómurinn hafi aldrei verið sér Iöglega birtur, bafi bann nokkru
sinni verið npp kveðinn(!) (Suðuramts Journal I. nr. 498).
5) Sbr. bréf hans til kansellísins 11. marz 1800, þar semhanntil-
kynnir því fráfall Magnúsar lögmanns (Brb. stiptamtm. XXXT, bls, 336
—338).
6) Lbs. 1754 4to bls, 7,