Skírnir - 01.01.1925, Side 90
32 Benedikt JónsBon Gröndal yfirdómari og skáld. [Skirnir
að hann yrði justitiarus, ef Magnús Stephensen félli frá
á undan honum, því að Stefán Stephensen varalögmaður,
bróðir hans, var í rauninni skipaður 1. assessor, en launa-
laus, og skyldi ekki sitja réttinn, nema í stað bróður
sins sem justitiarius, er hann væri forfallaður. Og er
auðsætt, að þetta einkennilega fyrirkomulag hefur verið
undan rifjum Magnúsar Stephensens runnið, og aðallega
atílað gegn Gröndal, enda segir Bjarni amtmaður bein-
línis1), að bægja hafi átt Gröndal frá því að komast í yfir-
réttinn, þótt það heppnaðist ekki, en þá hafi þetta ráð
verið tekið, til þess að loku væri fyrir það skotið, að
Gröndal skyldi hækka í tigninni.2 3) ísleifur Einarsson,
sýslumaður Húnvetninga, var skipaður 2. assessor og var
ætlazt til þess í fyrstu, að allir dómendurnir væru bú-
settir I Reykjavík, enda fluttist ísleifur þangað í fyrstu
og reisti sér þar íbúðarhús (yfirréttarhúsið gamla, Bíðar
prestaskólahúsið), er hann keypti frá Noregi. Magnús
Stephensen hafði og jafnvel í hyggju að flytja sig til
Reykjavíkur, en ekkert varð úr þvi, og ísleifur fluttist
síðar suður að Brekku á Álptanesi. En Gröndal komst
ekki frá Nesi fyrst um sinn, þótt hann feginn vildi, enda
hafði hann ekki efni á að kaupa sér hús. Sótti hann
um 2000 rd. vaxtalaust lán til að reisa sér hús í Reykja-
vík, en var neitað8). Þá vildi hann fá grasbýlið Arnar-
hól til eignar eða afnota. En býli þetta lá undir hegn-
ingarhúsið, og Ólafur stiptamtmaður þóttist ekki geta
svipt þá stofnun þeim hlunnindum, svo að Gröndal varð
að hýrast kyr sem áður í lélegum moldarkofa í Nesi.
1) Lös. 1754 4to 5Ia. 7.
2) Bjarni segir beinlinis (Lbs. 1754 4to bls. 7), að visa Qröndals:
»Qæðingarnirc (»Metablaðnir af heimskn og forsic o. s. frv. Ljóðmæli bls.
142) hafi verið ort nm óvildarmenn hans, sérstaklega M. St. og kliku
þá, er honum fylgdi. Þess skal getið, að Stefán Stephensen, en ekki
M. St. bróðir hans, sat í yfirréttardóminum 23. júlí 1798, þar sem Grön-
úal varð harðast úti, en Stefán var á þeim árum viljugt verkfæri í
höndum »stóra bróðurc.
3) Kansellíbréf 21. maí 1803 (Stiptamts Journal I, nr. 59).