Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 92
84
Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld, [Skirnir
svona gengur Sels við tjörn,
svei þvi aptan, punctum1 2 3).
Segir Bjarni amtmaður, að umgengni þessara þriggja
manna (landlæknis, Gröndals og sýslumanns) sem ná-
búa hafi verið fáleg og köld, en þó ávallt sæmileg8). Eptir
lát Jóns landlæknis og brottför Sigurðar sýslumanns voru
samtíða Gröndal i Nesi Tómas Klog landlæknir og Guð--
brandur Yigfússon lyfsali, (f 1822), sem þar hafði reyndar
áður verið. Féll i fyrstu allvel á með þeim Klog og
Gröndal, en siðar urðu fáleikar þeirra í milli.
Gröndal stóð á fertugu, þá er hann komst fyrst i
launaða stöðu, og er því auðsætt, að hann hefur átt við
þröngan hag að búa til þess tima, því að lítt mun hann.
hafa grætt á búskapnum. En þótt fjárhagur hans batnaði
stórum, er hann varð landsyfirréttardómari, þá var hann
samt jafnan fremur fátækur, og munu þvi hafa valdið skuld-
ir frá þeim árum, er hann var embættislaus. Bar nú ekkert
til tíðinda um sinn og rækti Gröndal vel embætti sitt í
réttinum. Samkomulagið milli hans og háyflrdómarana
(M. St.) var optast þolanlegt ofan á, en víst fremur grunnt.
á því góða undir niðri frá beggja hálfu8). En þótt M.
St. væri ekki sérlega hlýtt til Gröndals, þá var honum
samt enn minna um Isleif, er var honum öllu erfiðari
en Gröndal og jafnan hinn óvinveittasti allri Stephen-
sensættinni4 *).
Gröndal var íhlutunarlítill um annara hagi, og
hneigður fyrir að lifa kyrlátu og rólegu lifi út af fyrir
1) Ljóðmæli bls. 146. »Svei þvi aptan, pnnctum« var að sögn-
Bjarna amtmanns orðtak eða venjnlegt ályktnnarorð Gísla Thorlacinsar
rektors, er hann var ölvaðnr, sem opt har að. Fyrsta veturinn, sem
Bjarni var í Hólavallarskóla, 1795—1796, hélt rektor ekki yfirheyrBlu
stórnm optar en 5—6 sinnnm, er flestir skólapiltar létu sér nokkurnveginn
vel lynda. (Lhs. 1754 4to bls. 9)
2) Sama heimild. (Lhs. 1754 4to).
3) Meðal annars orti Gröndal vísnr nm »Leirár-Manga«, en þeim,
hefur ekki verið haldið mikið á lopti.
4) Shr. nmsögn Bjarna amtm. Þorsteinssonar I æfisögn sinnfe
(Tímar. hókm.fél. 1903 hls. 132.)