Skírnir - 01.01.1925, Side 93
Skirnir] Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld.
85
■Big. En bvo gerðust allt í einu þau tíðindi, að hann kom
fram á sjónarsviðið á þann hátt, er flesta furðaði ó, og
gátu ekki gert sér grein fyrir. Komst hann þá bæði
i hámæli og hlaut jafnframt meira ámæli en flestir aðrir
Tslendingar á þeim tímum. En það varð, þá er hann
tók að sér skrifstofustjórn eða fulltrúastöðu hjá Jörundi
hundadagakonungi 11. júlí 1809, sem settur amtmaður í
suður-amtinu, er þá var í sameiningu við stiptamtmanns-
embættið1). Okunnugt er um aðdragandann að þessu til-
tæki Gröndals, eða iivað hafi aðallega knúð hann til þess,
en engar vissar sagnir eru um, að Jörundur hafl hrætt
hann eða kúgað til þess, þótt Geir biskup víki að þvl í einu
bréfi, er siðar verður getið, að Gröndal hafi gert þetta
nauðugur. Hitt virðist miklu sennilegra, að hann hafi
tekið þetta starf að sér ókúgaður með öllu, og ef til vill
trúað því — þótt ósennilegt sé um jafngáfaðan mann — að
■veldi Jörundar stæði á fastari fótum en það gerði, að
Englendingar stæðu á bak við þetta herhlaup hans, og
rnundu ætla sér að leysa landið undan öllum yfirráðum
‘Dana, og veita því jafnvel sjálfstjórn, svo að þá væri
iiyggilegra fyrir síðari tíma að slá ekki hendinni á móti
fulltrúastöðu hjá Jörundi í yfirstjórn landsins, þvi að þá
væri vísari frekari frami, er hið nýja stjórnarfar kæmist
til fulls á laggirnar. Sé litið á þetta frá þessu sjónar-
miði, eins og sumir landar munu hafa gert á þessum
»hundadögum< sumarið 1809, þá verður atferli Gröndals
afsakanlegra, en þó naumast til fulls unnt að réttlæta það,
•sakir þess, að jafn gáfaður og menntaður maður sem Grön-
<lal var, hefði átt að vera víðsýnni en svo, að ímynda
sér, að þessi danski »reyfari* mundi vera sendur af
■ensku stjórninni, án nokkurs liðsafla og nokkurs umboðs,
til að koma landinu undan Danakonungi og undir yfir-
■stjórn Englendinga. Þótt fávisir almúgamenn hafi ef til
vill verið bvo einfaldir að trúa slíku, þá er það mjög
‘Undarlegt, hafi Gröndal eða einhverjir aðrir skynsamir
1) Skipanarbrófið fyrirfinnst nú ekki, sbr. Jörnndarsögu Khöfn.
1892, bls. 65.