Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 94
86 Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld. [Skirnir
embætti8menn vaðið í sömu villu og lagt trúnað á aðra
eins fásinnu. En hvernig sem þessu hefur verið háttað,
hefur Gröndal verið einna harðast dæmdur þeirra manna,.
er við Jörundarfarganið voru riðnir, og hefur það skaðað
eptirmæli þess góða manns ekki alllítið, enda er það
engum efa undirorpið, að hann hefur síðar tekið sér mjög
nærri þetta fljótræði sitt, og það hefur áreiðanlega
flýtt fyrir því, að veikindi hans féllu svo þungt yfir hann
skömmu siðar, þótt þetta hafi eflaust ekki verið aðalorsök
þeirra. En af því að maðurinn hefur verið líkamlega
veiklaður áður, er skiljanlegt, að hann hefur ekki þolað'
þá andlegu ofraun, er apturkastinu og eptirsjánni fylgdi,.
og veiki hans þvi brotizt út með meiri krapti og fyr em
ella, þ. e. með öðrum orðum, að Jörundarfarganið hefur
yfirbugað til fulls hina áður veikluðu heilsu hans. Það
þykir mér sennilegasta skýringin, enda bólar ofurlítið á
þessu í bréfum Geirs biskups til Bjarna amtmanns, er
síðar verður vikið að. Bjarni sjálfur, sem annars hefur
gefið ýmsar góðar upplýsingar um æfi Gröndals, forðast
algerlega að minnast á þetta nokkursstaðar, eða gefa
nokkra skýringu um það, og er það skiljanlegt, er vel-
gerðamaður hanB Gröndal á hlut að máli. En alger
þögn hans um þetta efni virðist bera vott um, að hann
hafi talið veikindi Gröndals standa að einhverju leyti í
sambandi við eða vera afleiðing af þægð Gröndals við'
Jörund, ella mundi hann einhversstaðar hafa vikið að
hinu gagnstæða til að sýna fram á, að almenningsálitið
hefði farið alveg villt í þessu, en það fór eindregið í þá
átt, að setja veikindi Gröndals í beint samband við Jör-
undarmálin, þótt sumir vinir hans, eins og t. d. biskup,
reyndu að gera sem minnst úr því. Að vísu voru þeir
fleiri, sem brenndu sig á Jörundi en Gröndal, þar á meðal
ekki sízt Magnús Stephensen, þótt hann leitaðist við að
fara varlega, og gengi Jörundi aldrei opinberlega á hönd^
En hann beið samt þann tilfinnanlega hnekki við hina grun-
sömu framkomu sína þá, að hann fékk aldrei stiptamt-
mannsembættið, sem framtíðarvonir hans munu þó mest