Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 96
88
Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld. [Skírnir
mannsembættinu.1 2) Hinn 5. sept. (1809) skorar M. St. á
Gröndal að skila af sér plöggum suðuramtsins, með því
að hann hafi staðið fyrir því hjá Jörundi8). En Gröndal
kveðst engu hafa að skila, hvorki bókum eða skjölum
•og slengir öllu á Jörund, segir, að hann hafi heimtað af
aér afgreidd bréf frá skrifstofu amtsins, og skrá yfir inn-
og útborganir m. fl.3) Sést af þessu, að Jörundur hefur ekki
látið Gröndal hafa mikil völd eða gert honum hátt undir
höfði í embættisfærslunni, sem naumast var heldur við
að búast, hefur skoðað hann að eins sem vikapilt sinn.
Er því ekki að ræða um nokkur afrek Gröndals í þessari
þjónustu hans hjá Jörundi, er mun hafa verið fremur illa
þokkuð og illa þökkuð hjá flestum, sem von var. Jón Guð-
mundsson sýslumaður í Vík vandaði og Gröndal ekki kveðj-
urnar í bréfi á dönsku ds. 10. ágúst, er hann sendi honum
með hinu nafnkunna bréfi sínu til Jörundar, óinnsigluðu.
Kveðst hann telja Gröndal ærulausan mann í öllum sköp-
uðum hlutum4), ef hann lesi ekki bréfið til Jörundar upp
fyrir honum, eða fái hann til að lesa það. En Gröndal þver-
neitaði því síðar, að hann hefði nokkru sinni séð bréf Jóns
sýslumanns til hans eða Jörundar, og hefðu þau verið síðar
skrifuð, en dagsett var5 * *), sem ekki mun hæftj, og reiddist
1) í bréfi til knnsellisins 24. sept. 1809 segir M. St. að Gröndal
hafi tekið að sér skrifstofustjórn hjá Jöruudi, þessnui landráðamanni(!)
(Sbr. Jörundarsögu bls. 110—111).
2) Sbr. Bréfabók stiptamtsins 1809 nr. 61.
3) Sbr. Jörundarsögu bls. 108 (eptir bréfi Gröndals 6. Bept. i Ríkis-
skjalasafni llana). Afskript af þvi er í Jörundarskjölum í Þjskjs.
4) »En ærelös Mand i alle mnlige Optrin og Stillingers (Jörundarsaga
bls. 195). Kvaðst sýslumaður siðar bafa tekið svona frekt til orða, af því
að hann hefði heyrt, að Jörundnr læsi engin bréf, nema þau væru stiluð
til lians sem hæstráðanda á sjó og landi yfir íslandi.
5) Svo segir Magnús Stephensen beinlinis i bréfi til Jóns sýslu-
manns 18. nóv. 1809, að Gröndal þykist aldrei hafa séð þessi bréf og
telji þau postfabrikata (Bréfabók stiptamtsins 1809 nr. 279), en M. St.
hyggur það ósatt, og segir, að Jón (Jónsson) kallaður »háttuppc (vinnu-
maður úr Fljótshlið) er hafi afhent bréf þesbi, ætti að geta borið um það.
En hann mun ekki liafa afhent þau Gröndal sjálfum, heldur einhverjnm
lifverði Jörundar.