Skírnir - 01.01.1925, Síða 97
Skírnir] Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld.
89
fiýslumaður þeirri aðdróttuu, og virðist hafa samið ein-
hverja ádrepu um Gröndal, er hann ætlaðist til, að yrði
prentuð, ásamt öðrum skrifum sínum um Jörund, sem þó
varð ekkert úr, og mun hann svo hafa stungið þessari
■ádeilugrein um Gröndal undir stól, því að hún þekkist nú
ekki, enda er svo að sjá, sem sýslumaður hafi heldur kennt
i brjósti um Gröndal, eptir að hann veiktist, og ekki þótt
;gustuk að ráðast að honum1 2).
Þá er Jörundur var oltinn úr völdum og allt það
fargan um garð gengið, urðu margir hálfsmeikir við, að
stjórnin mundi taka hart á þeim embættismönnum, er
iöfðu sætt sig við stjórn þessa landráðamanns og svo að
fiegja viðurkennt hana með því að gefa henni yfirlýsing-
ar um, að þeir héldu áfram að þjóna embættum BÍnums).
Þessir menn bjuggust því fiestir við að fá að minnsta
3ro8ti alvarlega ofanígjöf, ef ekki annað verra. En eng-
inn gat samt verið jafn áhyggjufullur um sinn hag, eða
vænt þyngri búsifja af stjórnarinnar hálfu en einmitt
Benedikt Gröndal, með því að enginn annar íslenzkur
«mbættismaður hafði gengið jafn opinberlega og eindreg-
ið í þjónustu Jörundar, að undanteknum Guðmundi Sche-
’ving, sem þó kvað minna að, og átti ekki úr jafnháum
fiöðli að detta, en missti þó embætti sitt algerlega fyrir
1) Sbr. bréf Jóns sýslnmanns til Finns Magmissonar 3. sept. 1810
1 Rikisskjalasafni Dana: Jörundarsögn bls. 88—89.
2) Jafnvel Geir biskup, sem alls ekki lét Jörund leiða sig í gön-
vr, og þurfli ekkert að blygðast sin fyrir framkomu sína, Begir i bréfi
til Bjarna Þorsteinssonar, siðar amtmanns, laugardaginn fyrstan i vetri
(27. okt.) 1810: »Eg segi eins og Sankti Páll, hafi eg nokkuð syndgað,
þá var það af vanvizku, og enginn hlutur skyldi mér vera kærari en
8&, að tiltæki mín i allri þessari sök yrðu nákvæmlega rannsökuð, þvi
það er i sannleika þungt að heita og vera álitinn að vera níðingur af
Publico og koma ekki neinni vörn fyrir sig«, en ekki kveðst hann ætla
»að byggja forsvar sitt á því að plássbera aðra,* þótt þeir hefðu gert
eitthvað á hlnta hans. Virðist hann sneiða eitthvað að Magnúsi Step-
þeusen, að hann hafi flutt stjórnarvöldunum ytra skáldlegar fregnir um
þetta, en kveðst vona, að konungur hafi fengið sannari fréttir um allt
þetta, en þær, sem fyrst komu, og kasti þess vegna ekki svo þangum
•steini á hann eða aðra. (Lbs. 342 fol.)