Skírnir - 01.01.1925, Page 98
90 Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og sk&ld. [Skirnir
greiðviknina og smjaðrið við Jörund. Gröndal gat naum-
aat búizt við öðru en að hann yrði aviptur embætti án
allra eptirlauna, rekinn vægðarlauat út á gaddinn með
konu og börn, án þess að hafa von um að fá nokkra.
embættisatöðu framar. Við þessar alvarlegu áhyggjur og
ískyggilegu framtíðarhorfur hefur svo bætzt óvild og fyr-
irlitning margra manna fyrir hluttöku hans í þessari þjóð-
arskömm — Jörundarfarganinu. Það var því engin furða,.
þótt eitthvað yrði undan að láta, enda veiktist Gröndah
mjög þunglega laugardaginn fyrstan í þorra (26. jan.) 1810,.
og fékk aldrei heilsu upp frá því1 2). Eptir því sem næst
verður komizt af lýsingu veikinnar, sem síðar verður
nánar getið, hefur það verið stórkostleg taugabilun
(Nervechok eða Nerverystelse) samfara miklum líkam-
legum þjáningum, sljófgun sálarkraptanna og einskonar
geðsturlun. Annars er nú erfitt að segja, hvernig veiki
þesBari hefur verið háttað, eða af hverju hún hafi stafað,.
en svo mikið er vist, að hún þótti þá undarleg og óvenju-
leg, enda var læknisfræðin þá ekki svo langt á veg kom-
in, sem hún er nú, og þótti þá margt undarlegt og óskilj-
anlegt, sem nú verður greitt úr með eðlilegum og rétt-
um rökum.
Lýsingu á veikindum Gröndals er að minni vitundJ
hvergi að finna nema í bréfum frá Geir biskupi til Bjarna
Þorsteinssonar, síðar amtmauns, á árunum 1810—1813*).
1) Mér þykir alleennilegt, að þessi þungu veikindi Gröndals hafí
einmitt valdið þeirri linkind, að hann var ekki sviptur embætti, heldur
fékk að halda því jafnvel lengur en vænta mátti. EBpólín eegir (Árb.
XII, 45), að 1810 hafi átt að halda »commisBÍon« (þ. e. nefndarrannsóknþ
syðra nm Benedikt Giöndal, Guðmund Scheving, Árna Jónsson (Reyni-
staðarmág) og Jón Guðmundsson (stúdent, kallaðan »greifa«) »og prófa,.
hversu verið hefði varið fylgi þeirra við Jörgensen«, en ekkert hafi
orðið úr þvi þá. Ekki hef eg fundið áreiðanlegar heimildir fyrir þesB-
ari nefndarskipun og að minnsta kosti settist hún aldrei á rökstóla, en
ekki er ósennilegt, að til orða hafi komizt að skipa hana, en svo verið-
hætt við það.
2) Bréf þessi, sem ná alls yfir árin 1805—1823, eru i Lbs. 342;
fol., og einkar fróðleg um ýmsa hluti, þvi að biskup var bæði orðhnitt-
inn og skemmtilegur bréfritari.