Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 99
Skírnir] Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld. 91'
EinB og fyr er getið voru þeir biskup og Gröndal alúð-
arvinir, en Bjarni vinur beggja, bvo að þvi fremur má
ætla, að hlutdrægnislaust sé frá skýrt, en kynni svo náin,.
sem frekast gátu verið, svo að hér er um beztu heimildir
að ræða1). Þá er sjúkleikurinn fékk yfirhönd yfir Grön-
dal segir biskup (i bréfi 5. sept. 1811) að hann hafi vi&
og við2 3) verið rænuskertur og gleymt flestu, er nýlega hafi
við borið, en haft fullt minni um allt frá fyrri tímum og
jafnvel allt til næstliðinna 10—20 ára, og svo bætir biskup
við. »Vit hafði hann enn nú allt á poesin8) ogfleiruöðru.
En þar hjá uppkomu hjá honum einar og aðrar heimsku-
grillur, einkum sú, að kona hans dýrkaði framandi guði;
nefndi hann helzt til þess vinnumann sinn Gísla nokkurn4 5 *),
einn þann mesta slóða, sem eg hef þekkt; svo ósönn sem
saga þessi var, gekk hún honum þó sérlega nær«B). Svo
getur bÍBkup þess, að Klog landlæknir hafi í fyrstu gert
sér mikið far um að lækna hann og hellt í hann kynstrum,■
af meðulum, þar á meðal >opium«, en þetta hefði allt
verið árangurslaust. Svo hefði Sveinn læknir Pálsson,
fornvinur Gröndalshjónanna, verið sóttur vorið 1810,
og verið nokkrar vikur í Nesi, en lítið getað aðgert,
gefið þó von um bata síðar, en látið í ljósi, að
Gröndal hefði neytt fullmikils af verkjadeyfandi lyfjum
(opiatis). Var Gröndal þá að hugsa um að fá Bjarna
Þorsteinsson sér til aðstoðarmanns i embættinu með 200 rd.
1) Sveinbjörn Egilsson lýsir ekkert veikindnm tengdaföðnr sins i
æfisögu hans (Viðey 1833), nema það hafi verið »sár tilfinning í fótum
og höndum,« og muni hann hafa fengið þetta af langsetum i kulda
(Æfisagan hls. X—XI), og hef eg minnzt á það hér áður.
2) »Per intervalla* segir hÍBknp i hréfi 14. ágúst 1810 (Lbs. 342
fol.). Getur og biskup þess, að sjúkdómur hans sé »af þeim undarlegri«
er hann hafi séð, (shr. hréf 10. júlí 1811, s. st.)
3) Þ. e. skáldskap.
4) Þessi Gisli var Jónsson, þá nœr fertugu, kvœntur, en kona
bans var ekki hjá honnm. Hann var vinnnmaður hjá Gröndal 2 siðustu-
árin, sem hann var i Nesi (1809—1811).
5) Þetta sýnir ljóslega, að Gröndal hefur verið til muna sturlaður-
á geðsmunum nm þetta leyti.