Skírnir - 01.01.1925, Page 100
"32 Benedikt JónBSon Gröndal yfirdómari og skáld. [Skirnir
launum, ókeypia fæði og húsnæði, en hætti yið það, því
að hann taldi víst, að Bjarni mundi ekki ganga að því.
Svo var það veturinn eptir, að Guðbrandur Vigfásson
lyfsali byggði Gröndal út frá Nesi, að undirlagi Klogs
landlæknis. Var þá Gröndal húsvilitur kararmaður. Vildi
þá svo til, að Esjuberg, er Gröndal hafði áður fengið lof-
orð um til ábýlis, varð laust, enjþá gat Gröndal ekki
notað sér það vegna veikinda sinna, en kona hanB orðin
raædd og heilsulin, svo að engin tök voru á því fyrir
hann að taka þá stóru jörð til ábúðar. En þá vildi Guð-
mundur Jónsson dbrm. í Skildinganesi1 2 *) fá Esjuberg til
ábúðar fyrir Þórð Jónsson I Háteig, dótturmann sinn8),
og varð það að samningum, að Gröndal lét Guðmundi ept-
ir ábúðarréttinn á Esjubergi, gegn því, að hann útvegaði
'Gröndal húsnæði í Reykjavík og lx/2 kýrfóður fyrir 50 rd.
Reyndi Klog samt að spilla þessu, sem hann mátti, en
það tókBt ekki, og var Gröndal svo fluttur með öllu sínu
frá Nesi, eptir 13 ára veru þar, til Reykjavíkur í fardög-
um 18118). Um heilsufar Gröndals þá farast biskupi
þannig orð (í bréfi 5. sept. s. á.): »Hann var þá kreppt-
ur og hold dregið úr fótum, svo að varla var vottur til
kálfa, minnið ofurbágt með allt nærverandi og nýskeð,
;ými8t hiti eða kuldi í fótunum, hvorttveggja litt þolandi
-og einBtaka4 5) órói á millum. En hvorki þá né síðar hef
eg getað orðið var við nokkur animi patemata6), er orsak-
azt skyldu hafa af Jörgensens affairen, þ ó þ o r i e g
ekki að neita, að þær kannske hafi ver-
1) Hann dó á Lágafelli 26. sept. 1826. Synir hans voru Otti Effer-
BÖe sýslumaður og Jón >greifi«, er fór til Færeyja og jók þar kyn sitt
(Effersöeætt).
2) Þórður bjó siðar i Skildinganesi og varð dannebrogsmaður, dó
á Bakka á Seltjarnarnesi 17. júni 1846, 69 ára. Meöal sona hans voru
Einar prentari og Pétur á Smiðjuhóli, faðir Sigurðar fangavarðar, Teits
skipasmiðs og þeirra hræðra.
8) Hann settist þá að i húsi þvi, er Elin Thorsteinsson, ekkja
-Jóns landlæknis, bjó siðar lengi i.
4) Þ. e. mjög mikill.
5) Þ. e. sálarkvalir, hugarvil.