Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 101
Skirnir] Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáid. 93-
ið með í fyratu1), því þú veizt, að hann er maður
dulur.« Landlæknir hafði þá fyrir löngu hætt að gera.
nokkrar lækningatilraunir við hann, og Gröndal var þá.
næstum hættur allri lyfjanotkun. Eptir að hann var kom-
inn til Reykjavíkur batnaði honumtilmuna aumarið 1811 p
hann fékk miklu vægari og færri óeirðarköst og bafði.
fullt vit á milli2 * * * * *), fæturnir fylltust holdi og kreppan minnk-
aði, svo að hann komst ofan úr rúminu, og gat gengið einn
um herbergið, komst jafnvel þrisvar sinnum með stuðn-
ingi heim til Geirs biskups, en þar voru að eins fáir faðm-
ar milli húsanna. Vildi Bjarni Þorsteinsson þá láta Grön-
dal sækja um lausn frá embætti með eptirlaunum, og.
Castenskjöld stiptamtmaður og Magnús Stephensen studdu.
fast að þvi, og vildu láta rita umsóknina í nafni frúar-
innar, því að hann yrði að skoðast sem rænuskertur
maður. Var biskup, sem bezti vinur hans fenginn, til að'
minnast á þetta við hann, en Gröndal neitaði þá ákveðifr
að sækja um lausn, með því að hann fyndi, að sér værií
að batna, og jafnframt þvertók frú Gröndal fyrir að sækja
um þetta í sínu nafni, hvað sem að höndum bæri; kvaðst
opt hafa talað einslega við mann sinn að sækja um lausn,
en árangurslaust. Frá þessu skýrir bÍBkup i þessu sama^.
bréíi til Bjarna, segir, að Castenskjöld muni gera allt til.
að koma Gröndal frá, og hafi lofað Bjarna Thorarensen
stöðunni, en hann var þá nýskipaður (19. marz 1811) *
aukaassessor eða varadómari i landsyfirréttinum8). Einnig
kveðst biskup ekki búast við miklu góðu af ísleifi, þvt
1) Anðkennt af mér. Þótt bisknp tili bér mjög varlega, þá er
Bamt anðsætt, hvert stefnir.
2) Sbr. bréf biskups 24. ógúst 1811.
8) Gröndal sat siðast i réttinnm 8. jan. 1810. Signrðnr Pétnrsson,
fyrrnm sýslnmaðnr, gegndi störfnm hans þar, fyrst eptir að hann veiktist
(1810) fyrir litla þóknnn, en síðar H. W. Koefoed sýslumaður fyrir ekki
neitt, þangað til Bjarni Thorarensen kom út vorið 1811, og gegndi hann
upp frá þvi störfnm Gröndals, án þess að hann greiddi honnm sérstaka
þóknnn fyrir það, að minnsta kosti ekki fyrstu árin. Slðar fékk Bjarni
300 rd. árleg lann, sem varadómari.