Skírnir - 01.01.1925, Page 102
94
Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld. [Skirnir
að bæði hafi verið fátt á milli þeirra Gröndals1) og svo
eigi hann að fá launaviðbót, er Gröndal fari. Svo bætir
biskup við: »Heyrt hef eg og, að i bruggi sé að [ned-
lægge protest i móti2), að Gröndal megi framvegis þjóna
í réttinum hér eptir, þótt hann komi til heilsu [paa grund
af hans deltagelse i Jörgensens affairer3), svo hér sýn-
ast fiest járn vera á lopti.« Magnús Stephensen vildi og
gjarnan losna við Gröndal úr réttinum, og gerði atrennu
að honum með að sækja um lausn, en það gekk lítt,
þangað til honum var tilkynnt, að stiptamtmaður ætlaði
að leggja til við stjórnina, að hann yrði leystur frá em-
bætti. Mun þá biskup hafa fengið hann til að gefa Bjarna
Þorsteinssyni umboð 5. sept. 1811 til að senda umsókn
fyrir hönd hans til konungs um, að frestað yrði úrskurði
þessa máls til júlímánaðar 1812, því að þá kveðst Grön-
dal vonast eptir að hafa náð aptur heilsu sinni, og megi
þá taka við embætti sínu í réttinum, en fáist þetta ekki,
þá veitir hann Bjarna umboð til að sækja um viðunan-
leg eptirlaun4). Árangurinn af þessari málaleitan varð
1) Það man varla ofsögam sagt, eptir þvi sem ráða má af vis-
unni, er Gröndal orti einhverju sinni, þá er þeim Isleifi bar á milli við
dómsatkvæði i réttinnm, en hán er svolátandi:
Illt veri jafnan Einari kát,
aldrei það votam mygli,
sem til bölvanar nngaði át
eitruðum hrekknsnigli.
6br. óprentað ijóðmælasafn Gröndals i Lbs. 462 4to og 1754 4to.,
ísleifur var þá nýfluttur að Brekku á Álptanesi. Sumir hafa eignað
Bjarna Thorarensen visu þessa, en það er rangt. Gunnlaugur Briem
sýslumaður tók upp þykkjuna fyrir Isleif og orti 1808 langt kvæði, er
hann nefndi Galdagælu eða söngl i einhýsi við heyrn þessarar nið-
stöku (Lbs. 551 8to,) og eru það aðvaranir og ávitanir fyrir að yrkja
svo ósæmilegt nið. Eilaust hefur Gröndal aldrei fengið vitneskju um
■ þetta kvæði eða séð það.
2) [= banna.
3) [= sakir þátttökn hans i Jörundarmálunum. Og má af þessu
sjá, að einhverjir hafa viljað láta hann gjalda þess.
4) Umboð þetta er með eiginhendi Gröndals i Lbs. 342 fol., sem
fylgibréf með bréfi Geirs biskups s. d. (5. sept.) Gröndal ritar þar nafn
■sitt undir skjal þetta: Bendix Gröndal.