Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 104
96
Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld. [Skirnir
hann og getur þess í bréfi til Bjarna Þorsteinssonar 2.
sept. s. á.1), að grátlegt sé að vita ástand hans, og bætir
svo við: »Það er mikill maður, hýr og velgáfuð sál £
aumum og vesælum líkama.« Leizt Rask mjög vel á frú.
Þuriði Gröndal og báðar dæturnar. Haustið 1814 lagði-
Castenskjöld stiptamtmaður til við stjórnina, að Gröndal:
yrði veitt lausn frá embætti með eptirlaunum, en kansell-
iið svaraði því svo 25. febr. 18152 3), að þetta gæti beðið
eitt ár enn, þangað til það sæist, hvernig heilsa Gröndala
yrði þá. Er ekki ósennilegt, að Bjarna Thorarensen haft
leiðst biðin og heldur ýtt á eptir, að Gröndal færi frá,
sem ekki var óeðlilegt, úr því að hann gat alls ekki'
gengt embættisstörfum sínum. Loks var Gröndal veitt
lausn frá embætti 18. júní 18178) og eptirlaun hanB ákveð-
in 2/„ embættislauna hans eða 4662/3 rd. auk 133V8 rd.
af þeim 300 rd., er Bjarni Thorarensen hafði haft í laun
sem aukaassessor. Það voru því alls 600 rd. eptirlaun,.
er Gröndal fékk, eða að eins 100 rd. minna, en laun hans.
höfðu verið. Að eptirlaunin urðu svona rífleg, var ein-
göngu að þakka Bjarna Þorsteinssyni, er þá var kominn
í veg erlendis. Hann kom þvi einnig til leiðar skömmu
síðar, að Gröndal voru veittir 1000 rd. í seðlum (um 80G-
rd. silfurs) sem uppbót4). Fórst Bjarna prýðisvel í því
að hjálpa Gröndal velgerðamanni sínum, bæði þá og
endranær, og hefði hann vafalaust staðið opt illa að vígi
erlendis, ef hann hefði ekki átt þar annan eins hauk i
horni sem Bjarna, er með þessum mikilsverða stuðningi
sínum sýndi fágæta tryggð og þakklátssemi5 * *).
1) í. B. Fél. 94 4to í Lbs., prentað i Timar. bókmentafélagBÍns.
9. árg. 1888 bls. 54—61.
2) Stiftamts Journal V nr. 989 i Þjskjs.
3) F/nmbréfið, nndirritað af konungi, er i Stiftamts Journal Y, nr-
1427 i Þjskjs.
4) Sbr. æfisögu Bjarna amtmannB í Tímar. bókmfél, 24. árg. 1903’.
bls. 154.
5) Því miðnr ern nú öll þau bréf týnd, er farið hafa á mill Grön-
dals og Bjarna. Er enginn vafi á þvi, að Bjarni sjálfnr hefnr af ásettttj
ráði glatað öllnm bréfum Gröndals og frú Þnríðar til hans, ekki viljað,.