Skírnir - 01.01.1925, Page 105
Skirnir] Benedikt JónsBon Gröndal yfirdómari og skáld. 97
Hvernig sjúkleika Gröndals hafi verið háttað síðustu
12 ár æíi hans eða eptir 1813 er ekki fullkunnugt, þvi
að Geir biskup hættir að geta þess í bréfum sinum. En
svo mikið er víst, að hann varð aldrei fær til nokkurra
starfa, en hefur þó að minnsta kosti með köflum verió
allhress og á faraldsfæti, eins og sést af því, að hann sit-
ur brúðkaup Helgu dóttur sinnar í Viðey vorið 1822, þá
er hún giptist Sveinbirni Egilssyni* 1). En þrátt fyrir það
hafa Bamt veikindi hans haldizt við til dánardægurs, eins
og sjá má af líkræðu séra Arna Helgasonar yfir hann.
Hinn 30. júlí 1825 andaðist Gröndal í Reykjavik á 65.
aldursári, eptir mjög þunga og óvenjulega sjúkdómskröm
15 ár samfleytt, eða síðan á 50. aldursári. 8. ágúst var
hann jarðsunginn af sóknarprestinum, séra Árna dóm-
kirkjupresti Heigasyni, og er líkræða sú, er hann hélt þá»
prentuð í Viðey 1833. En ljóðmælum Gröndals safnaði
Sveinbjörn Egilsson, dótturmaður hans, og gaf hann þau.
út í Viðey s. á.2 3), ásamt stuttri æfiminningu. Bjarni Thor-
arensen orti eptir hann fögur minningarljóð (»Áður frá
mætum meiði« o. s. frv.) og Sveinbjörn Egilsson setti
honum grafskript á latínu í Klausturpóstinum 18258).
Frú Þuríður, ekkja Gröndals, andaðist á Eyvindar-
stöðum á Álptanesi bjá Helgu dóttur sinni og Sveinbirni
að þau geymdust til siðari tima, enda ekki ósennilegt, að þeim hafi verið'
svo háttað, t. d. frá veikindatið Gröndals, að amtmaður hafi ekki viljað-
láta þau sjást eptir sinn dag.
1) Sbr. æfiminninguna (Viðey 1833) hls. XII.
2) Ljóðmæli Gröndals eru með hendi Sveinbjarnar i Lbs. 309 8vo,.
óg einnig i Lhs. 652 4to, og munu ijóðmælin prentuð eptir þvi handriti.
Bjarni amtmaður fann hitt og þetta að útgáfu kvæöanna með bréfi 10.
fehr. 1834, eins og sést af svari Sveinbjarnar 6. marz s. á. (Lhs. 389
fol.) Siðar sendi amtmaður Sveinbirni ýmsar athugasemdir við ljóðmæl-
in (ritaðar 1834—1836. þ. e. þær, sem eru i Lbs. 1754 4to og opt hefur
veriö vitnað i). Þakkar Sveinhjörn amtmanni fyrir þes6ar athugasemdir í
hréfi 19. júni 1837 (Lhs. 339 fol.). Bjarni amtm. telnr og æfiminningu.
Gröndals mjög ófullkomna og af vanefnum gerða hjá Sveinbirni.
3) Bls. 154.
7