Skírnir - 01.01.1925, Page 106
98 Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld. [Skirnir
manni hennar, 26. september 1839, á 77. aldursári1). Hafði
hún verið hin mesta merkiskona, en átt við mjög erfið-
an hag og mikla mæðu að búa, sakir hinna langvinnu
veikinda manns hennar, er hún bar með stakri hugprýði
og þolinmæði2). Þau hjón áttu saman 4 dætur, og dóu
2 þeirrar ungar: Kristín (f. 1797 f 22. okt. s. á.) og
Helga (f. 8. ágúst 1798 f 17. jan. 1800), en 2 komust upp:
Helga (f. 18. júní 1800 f 6. ágúst 1855), er átti Sveinbjörn
Egilsson skólameistara, og er afkvæmi þeirra kunnugt,
og Ragnhildur (f. 29. mai 1801 f 15. okt. 1841) fyrri
1) Likræða yfir hana, haldin af séra Árna Helgasyni, er í Lbs.
464 8vo með hendi Sveinbjarnar Egilssonar, ásamt grafskript eptir séra
Árna, sem einnig er í Lhs. 234 8vo. En likræða séra Árna yfir Grön-
dal er i Lbs. 462 4to (eiginhandarrit), og ern þar einnig ýms óprentnð
Jjóðmæli eptir Gröndal með hendi Sveinbjarnar.
2) Samkvæmt itrekaðri ósk frú Gröndal brenndi Sveinbjörn tengda-
son hennar öll frumrit að kvæðum hans, en afritaði þan samt áður.
Skýrir hann frá þessu í hréfi til Bjarna amtmanns Þorsteinssonar 9. nóv.
1895 (Lhs. 639 fol.) og segir, að tengdamóðir sín hafi opt sagt við sig,
að maður hennar hefði heðið hana þess að hrenna þetta. Sveinbjörn
sendi þá amtmanni afskript sína af ýmsum óprentuðum ljóðmælum
Gröndals, og er liún nú í Lbs. 1754 4to. — Eptir að Grröndal veiktist,
orti hann sama sem ekki neitt. Einhver siðasta visa hans mun vera
sú, er hann orti 1812:
Gröndal undir gröf sig hjó
(gugnuðu tær og fingur)
árið það, sem Egill dó
annar Mývetningur.
(Ljóðmæli hls. 204).
Egill þessi var Egill Helgason Sandholt, þingeyskur að ætt, kvænt-
ur grænlenzkri konu, hafði lengi verið i Grænlandi, en siðar við verzlun
i Beykjavik. Son hans var Óli Sandholt, faðir Árna og Bjarna Sand-
holt, frú Ásu Clausen, frú Ingibjargar Schulesen, og Hólmfríðar móður-
móður Erida Kaulhach i Hiinclien (Erida Schytte) söngkonu nafnkunnrar.
Seint á árinu 1812 orti Gröndal einnig við fregnina um lát Ólafs stipt-
amtmanns (f 11. nóv. 1812):
Grátur og harmur gjarnan her
gleðinnar lopt í hnykla.
Eriði mig drottinn, fallin er
fátækra styttan mikla,
(Ljóðmæli hls. 104).