Skírnir - 01.01.1925, Síða 108
100
Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld. [Skírnir
hin venjulega gamansemi hans og hafi þá verið fremur
gleðjandi og lifgandi þá, sem hjá honum voru staddir.
Þessi lýsing svo nákunnugra og merkra manna verður
að teljast rétt í öllum aðalatriðum, og litlu við hana að
bæta, nema þvi, að Gröndal hefur að eðlisfari vafalaust verið
nokkuð dulur í skapi1 2) og fremur fálátur í daglegri umgengni,.
eins og Bjarni Þorsteinsson beinllnis segir*). En samt segist
hann hafa mikið lært af honurn og eiga mikið að þakka
hinu góða bókasafni hans, er verið hafi allstórt og ágæt-
lega valið í grískri, latneskri og norrænni málfræði, einn-
ig hafi verið þar mikið af þýzkum bókum í fagurfræði.
Ber öllum saman um, að Gröndal hafi verið mætavel að
aér í gömlu málunum, grísku og latlnu, og ekki síður i
norrænu. Hefði hann að líkindum orðið hinn bezti kenn-
ari í þessum tungumálum, og var því leitt, að hann skyldi
ekki komast að Hólavallarskóla, eins og hann ætlaði sér,
því að þar hefðu hæfileikar hans notið sín betur en í
landsyfirréttinum, sérstaklega ef bann hefði fengið að
kenna gömlu málin, latinu og grísku. Hefur hann mest
verið hneigður fyrir tungumálaiðkanir og fagurfræði (skáld-
skap) en haft minni ánægu af þyrkingslegum lagasetning-
um og lagaskýringum. Hann var og mjög litt gefinn fyrir
búskap, enda fer sjaldnast saman bókvit og búvit, og svo
hefur það verið viða í Gröndalsættinni sem annarsstaðar.
Gröndal varð fyrir því óhappi að bendlast óþægilega við
Jörundarmálin, en þótt honum hafi þar yfirsést, þá er
hvorttveggja, að hann sem geðrikur og tilfinninga.næmur
maður hefur tekið sér það mjög nærri eptir á, og svo
tjáir ekki að meta manngildi hans út frá þvi einu, eða
dæma hann óalandi og óferjandi sakir þess, því að flestir
hafa gert einhver glappaskot á æfi sinni. En hvernig
sem á það er litið, þá dylst engum, að Gröndal hefur
verið meiri hæfileikamaður á marga lund, en allur þorri
samtíðarmanna hans. Og verður nú Btuttlega vikið ab
1) Svo segir Espólia (Árb. XI, 181) og einnig Geir bisknp i einn
brófi sinu, sem áöur er getið.
2) Æfisaga B. Þ. (Timar. bókm.fél. 24. árg. 1903, bls. 116).