Skírnir - 01.01.1925, Page 109
Skírnir] Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld. ÍOL
þeirri gáfu hans, sem ávallt mun halda minningu hans á
lopti meðal þjóðar vorrar, en það er skáldskapargáfa hans.
Sneri hann á íslenzku nokkrum ljóðum eptir grisku skáid-
in Theokrit og Anakreon, og einnig úr latínu, sérstak-
lega eptir Hórats, og tókst það vel. En mest kveður þó
að hinum frumkveðnu kvæðum hans. Hann orti ekki
mikið að vöxtum, og mun hafa farið fremui' dult með ljóð
sín, svo að tiltölulega fáum hefur verið ijóst, hversu gott
skáld hann var, fyr en kvæði hans voru geíin út, eptir
lát hans. Þó hefur Bjarni Thorarensen kunnað réttilega
að meta skáldskap hans, eins og sést af minningarljóðum
hans eptir hann1 2).
Eins og sjá má alstaðar í ljóðum Gröndals hefur hann
verið frábærlega vel að sér í íslenzkri tungu, bæði að fornu
og nýju, og sérstaklega í forna málinu og fornum íslenzk-
um kveðskap, svo að vafalaust hefur enginn samtíðarmanna
hans staðið honum þar á sporði, enda var íslenzkukunn-
átta lærðu mannanna á síðari hluta 18. aldar eða um alda-
mótin 1800 ekkí á marga fiska og hægt þar við að jafn-
ast. Gröndal má því heita einstæður á þeirri tíð að fjöl-
breyttri og víðtækri þekkingu á málinu, sérstaklega á
skáldamálinu, og stuðlaði að því hin meðfædda skáldgáfa
hans, skýr dómgreind á skáldskaparlist yíirleitt og ágæt
smekkvísi í orðavali og kveðandi. Hann var svo vel að
sér í fornum íslenzkum kveðskap, háttum og kenningum,
að houum veitti létt að yrkja í fornum stil, og tókst það
optast snilldarlega, t. d. í Aldafarsvisum®), sem ortar eru
í hrynhendum hætti. Er það samtal milli 18. og 19. aldar
á aldamótunum 1800, þar sem gamla öldin er að kveðja
1) Geir biskup bafhi aö sögn mjög örfað Gröndal til að yrkja, en bisk-
np var bœði mjög smekkvis á skáldskap og ve) skáldmæltur sjálfur, eins
•og þessi vísa sýnir.
• Ráðfár, vinum borfinn, fé og fró,
(holsár sviða muna minum bjó)
eg rið einmana um sollna grund
sú tíð kemur, þá mín kætist lund.«
Drti þá Gröndal 2 visur í likum stil (Ljóðmæli bls. 88).
2) Ljóðmæli bls. 119—123, sbr. Eptirmæli 18. aldar.