Skírnir - 01.01.1925, Page 113
Skirnir] Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld.
105
Þeir muna fáir fullaldra manna hér á landi, sem
-aldrei hafa heyrt þessar tvær visur eða hafa ekki lært
þær. En ókunnugt mun mörgum, hver ort hafi.
Af ástakvæðum Gröndals eru ekki kunnug nema 5
smákvæði1) »Unnustan*, »Svart og hvítt«, »Ástarfuglarnir«,
»Tilhugalífið« og »Meyjaósk«, öll laglega ort, og blandin
græzkulausu gamni. En þjóðkunnastar eru tvær lausa-
vísur2) hans um þessi efni, og er önnur þeirra:
Þaö fæ eg sannað: þyngst er anna
það sem bannað bverjum er,
ef að Nanna fingrafanna
fögur ann i leyni mér.
En hin er þó enn betri, enda þjóðfræg, ef svo má
segja:
Spennti eg miðja spjalda gná
spriklaði sál á vörum,
stillingin, sem oss er á,
ætlaði að verða á förum.
Eg hygg, að helztu skáld vor, síðan Gröndal leið,
hafi ekki ort smellnari ferskeytlu en þessa um svipað
efni. Og svo er um fleiri stökur Gröndals, að þær mundu
margir vilja kveðið hafa.
Hér verður nú staðar að nema með þetta litla sýnis-
horn úr kvæðum Gröndals, sem vitanlega er mjög ófull-
komið, en getur þó gefið nokkra hugmynd um hina fjöl-
breyttu og lipru skáldgáfu hans, er fullkomlega skipar
honum á bekk með hinu nafnkunnasta samtíðarskáldi
(bls. 79), er séra Gunnlaugur Oddsson sagði, að opt hefði verið sungin
á gleðisamkomum norður i Skagafirði, þá er menn hafi vilja sýna yfir-
burði sina í kveðskaparkunnáttu. ÖDnur staka byrjar svo: »Fyigi þér
bæði flær og lýs« o. s. frv., en lengra verður hér ekki farið út í þá
íálma. Eefur Sveinbjörn verið mjög varkár að taka engar þess konar
■vísur til prentunar, og þess vegna sleppti hann vísunni um Isleif Ein-
arsson (KútsvisunDÍ). En Jón Sigurösson fór öðrnvísu að, er hann gaf
vt ljóðmæli séra Jóns Þorlákssonar, því að hann tók allt, og spillti með
þvi minningu skáldsins. Það eru fæst skáld, sem þola það, að allt sé
iprentað, er þau hafa ort.
1) Ljóðmæli bls. 109—116.
2) S. st. bls. 115.