Skírnir - 01.01.1925, Page 115
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
Eftir Matthías Þóröarson.
Það er raunalegt viðfangeefni fyrir íslendiuga: eaga
og afdrif Grrænlendinga. Þá kemur að manni söknuður,.
eins og harmur eftir bróður, sem orðið hefur úti eða feng-
ið annan enn ömurlegri dauðdaga. — Nú væri fögnuður
að þvi, að hitta handan af Grænlandi fólk, sem talaði á
okkar tungu, og nú væri gaman að heimsækja þar forna
frændur af íslenzku bergi brotna.
Samt er það hugnæmt að hvarfla um sveitirnar þar
vestra; — og þótt ekki sé nema í huga sér og eftir sögu-
8ögn, og það nútimamanna helzt, er um líf og háttu Græn-
lendinga á miðöldunum er að ræða, og afdrif þeirra. Frá
þeim tímum er fátt til um þá. Þessi smáþjóð varð ein-
stæðingur á eyðihjarni, þar sem »alt er ömurlegt, útnorð-
ur í haf«, — og segir fátt af einura. — Þótt margt sé
líklega ófundið og órannsakað enn af fornum leifum á
Grænlandi, er skotið gæti skimu í myrkrið, sem hvílir
yfir lífl þeirra og örlögum, er samt nokkuð leitt í ljós,
einkum um staðháttu og heiztu örnefni, bygðarlög og
bæjarleifar. Hér skal nú sagt nokkuð frá hinum síðustu
fornleifarannsóknum þar, hins danska fornfræðings drs.
Páls Nörlunds, er hann gróf upp kirkjurústina og leifarn-
ar af kirkjugarðinum á Herjólfsnesi í Eystri-bygð sumar-
ið 1921. Skýrslur um rannsóknir hans eru nú prentaðar
Qýlega í »Meddelser om Gronland« LXVII.
Landnámabækur vorar segja einnig frá upphafi land-
náms íslendinga á Grænlandi. Sá hét Gunnbjörn Úlfs-