Skírnir - 01.01.1925, Side 116
308
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
[Skirnir
son kráku, er fyrstur sá Grænland »er hann rak vestr
ura Island, þá er hann fann Gunnbjarnar-sker1).® En er
Eiríkur rauði Þorvaldsson, landnámsmaður, var sekur ger
á Þórsnesþingi hélt hann af landi burt og kvaðst ætla
að leita lands þess, er Gunnbjörn hafði séð. Hann fann
landið og var þar þau þrjú ár, er hann hefur átt að
dveljast erlendis í sekt; kannaði hann nokkuð vestur-
ströndina og kom því næst aftur til Islands og var þar
1 vetur; en næsta sumar »fór Eiríkr at byggja land þat
er hann hafði fundit ok hann kallaði Grænland, því at
hann lét þat menn mjök mundu fýsa þangat, ef landit
héti vel. Svá segja fróðir menn, at þat sumar fóru XXV
skipa til Grænlands or Breiðafirði ok Borgarfirði, en XIIII
;komust út; sum rak aptr, en sum týndust. Þat var XV
vetrum fyrr en kristni var í lög tekin á íslandi.«
Enn fremur er skýrt frá því m. a., hver land nam
fyrst á stað þeim, sem hér er um að ræða: »Herjólfr
hét maðr, Bárðarson Herjólfssonar, frænda Ingólfs land-
námsmanns. — — — Herjólfr enn yngri fór til Græn-
lands, þá er Eiríkr enn rauði bygði landit. —--------------
Herjólfr nam Herjólfsfjörð ok bjó á Herjólfsnesi; hann
var enn göfgasti maðr.« Um son hans Bjarna eru
miklar frásagnii' í þætti Eiríks rauða og Grænlendingaþætti
í Olafssögu Tryggvasonar i Flateyjarbók, landafundi hans
og hversu þeir urðu til þess að Leifur heppni fann Vín-
land; en sumir draga þær frásagnir mjög í efa. Bjarni
bjó eftir föður sinn á Herjólfsnesi, að sögn, en varla hef-
ur það verið mjög lengi, því að svo segir í Eiríkssögu
rauða, að sá héti Þorkell, er þar bjó, þegar Þorbjörn Víf-
ilsson frá Laugarbrekku ílutti búferlum til Grænlands, sem
mun hafa verið skömmu fyrir árið 1000. Þorkell er
sagður hafa verið »nytja-maðr ok hinn bezti bóndi. Hann
tók við Þorbirni ok öllum skipverjum hans um vetrinn.
Þorkell veitti þeira sköruliga«, segir enn fremur, og var
þó hallæri þá. Þar hjá honum á Herjólfsnesi var það og
1) Gunnbjörn var langafi Þormóðar Kolbrúnarskálds.