Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 117
Skirnir]
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
109
þá um veturinn, að Þorbjörg Lítil-völva kom og aagði
fyrir um óorðna hluti og örlög Guðríðar, dóttur Þorbjarn-
ar. Er frásögnin um það alt mjög merkileg. Mun hún
frá Guðríði komin og liklega margt fleira í Eiríkssögu.
I Skáld-Helga-rímum er getið um Herjólfsnes. Er
Heigi kom til Grænlands, um 1017, bjó Þórunn á Herj-
ólfsnesi, ekkja eftir Skeggja hinn prúða, er þar hafði
búið; var hún auðug og gekk Helgi að eiga hana. Bjuggu
þau á líerjólfsnesi, sennilega um 25 ár, og þar heimsótti
Þorkatia elskhuga sinn; en síðan flutti Helgi bú sitt í
Brattahlið. Var hann lögsögumaður á Grænlandi.
í Guðmundar sögu góða er fyrst getið greftrunar á
Herjólfsnesi; var það lík Einars Þorgeirssonar frá Hvassa-
felli í Eyjafirði; hafði hann orðið úti uppi á jöklum er
hann leitaði bygðar eftir að skip hans hafði farist í óbygð-
um; sennilega hefur það verið um 1200.
Ekki er víst, hvenær fyrst var reist kirkja á Herj-
ólfsnesi, en líklegast má þykja, að þau Skáld-Helgi og
Þórunn hafi bygt þar kirkju, hafi hún ekki verið komin
upp áður. í Fiateyjarbók er kirknatal á Grænlandi, lík-
lega frá 12. eða 13. öld, og er þar sögð vera kirkja á
Herjólfsnesi, hin austasta (þ. e. syðsta) af 12 í Eystri-
bygð; þrjár einar eru taldar í Vestri-bygð. En af óskilj-
anlegum ástæðum og sennilega fyrir gleymsku sakir er
kirkjunnar á Herjólfsnesi ekki getið í hinni merkilegu
Grænlands-lýsingu ívars Bárðarsonar, sem var lengi ráðs-
maður við byskupsstólinn í Görðum um miðbik 14. aldar.
Herjólfsnes getur hann um, og meira en svo, því að hann
nefnir það fyrst og fremst og miðar aðra staði við það,.
bæði fyrir austan það og vestan (þ. e. sunnan og norðan).
Segir hann að við Herjólfsnes sje höfn, er Sandur heiti
og sje almannahöfn fyrir »Norðmenn og kaupraenn®. —
Það er óvíst, hvar þessi höfn hefur verið; nú þykir eng-
inn staður líklegur til hafnar við Herjólfsnes, en hins
vegar við fjörðinn kvað á einum stað vera ágæt smáhöfn
og ætla sumir að Sandur hafi verið þar.
Af þessum fornu Bkrifum um Herjólfsnes má sjá, að-