Skírnir - 01.01.1925, Side 118
110 Um rann8Óknir á Herjólfsnesi. [Skirnir
þar hefur fyrrum verið einn af merkustu stöðum á Græn-
landi; varla nokkrir bæir þar merkari aðrir, nema Bratta-
hlíð, bær Eiríks rauða og afkomenda hans, og Garðar,
byskupssetrið. Nú eru réttar 8 aldir síðan hinn annar
Grænlands-byskup var vigður. Hann hjet Arnaldur og
tók byskupsvigslu af össuri erkibyskupi í Lundi. Bratta-
hlíð virðist hafa verið fast lögsögumannssetur.
Þegar ívar Bárðarson gerði Grænlands-lýsingu sína,
um 1380, var Vestri-bygð liðin undir lok. Um 30 árum
síðar eru komnar síðustu fregnir af Eystri-bygð og er vafa-
samt, hvort nokkrir Grænlendingar, af norrænu bergi
brotnir, hafi lifað 15. öldina á enda. Þrjár aldir liðu frá
því þessar siðustu fregnir komu, áður norrænir menn
reistu sér aftur bygðir og bú á Grænlandi, og enn leið
hin fjórða öldin áður en þeir fyndu Herjólfsnes hið forna.
Árið 1830 fannst þar legsteinn með latínuletursáletrun
svolátandi: heR huilÍR: HROA(R) — KOIGRIMS:S (ON).
Fáum árum síðar leiddi brimið kirkjugarðinn í Ijós og
um 1840 var hann rannsakaður. Fundust þar margar
grafir, með kistum og klæðum, líkakrossum og legstein-
um, og kirkjurústin innan garðs. Samt þótti fremur lítið
til þess koma, sem fannst, og í annan stað voru rann-
sóknirnar taldar unnar að fullu.
En brimið hjelt áfram að brjóta upp garðinn og graf-
irnar, og við og við voru teknar þar upp fornleifar og
sendar til þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn. Sendi það
þá loks árið 1921 duglegan fornfræðing til þess að gera
nákvæmar rannsóknir á staðnum. Hann fór frá Höfn 15.
maí og kom aftur 24. nóv , en sjálfar rannsóknirnar tóku
2 mánuði (5. júlí—27. ág.): hinir 4 mánuðirnir fóru í
ferðalög og tafir. Hann komst ekki að Herjólfsnesi fyr
en 4. júlí fyrir hafís, enda varð varla átt við neinar rann-
sóknir þar fyr, sökum frosts í jörðu. Er Herjólfsnes þó
miklu sunnar en Reykjavik; það er á 60° n. br,, hún á
64° 8,4’. Nesið er vestanvið mynni Herjólfsfjarðar; hann
er lítill og gengur til norðurs inn í landið. Nesið er yzt,