Skírnir - 01.01.1925, Page 119
Skírnir]
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
111
á allmiklum og fjöllóttum skaga, en er sjálft lítið og lágt.
Svo er að sjá sem það hafi sígið nokkuð í sjó síðan í forn-
■öld og hafa staðhættir þá að líkindum breyzt mjög við
það. Það er nú í eyði, en á 18. öldinni hafa skrælingjar
hafst þar við all-lengi. Fundu þeir þar m. a. kirkju-
klukkuna og brutu sundur alla í smáagnir, sem þeir not-
nðu í örvarodda. Frá 1834 til 1877 hafði grænlenzka
verzlunarfjelagið þar stöð. — Sjórinn var búinn að
brjóta af suðurvegg kirkjugarðsins 18301], en þá voru þó
enn 12—13 m. óbrotnir af garðinum sunnan við kirkju-
rústina. Nú var brotið af upp að kirkjunni og nokkuð
af suðurvegg hennar vestast, en 20—30 grafir fundust þó
enn sunnan við kórinn. Kirkjugarðsveggirnir höfðu verið
hlaðnir úr grjóti; norðurveggurinn úr stórum steinum og
rx/a—2 m. að þykt, en austur- og vestur-veggur úr smærra
grjóti og torfi að utan og innan. Garðurinn hefur verið
ferhyrndur, en ekki rjetthyrndur; norðurveggurinn er 26
m. að 1, en að sunnanverðu hefur garðurinn verið miklu
víðari, varla undir 45 m. Milli norðurveggjarins og kirkj-
unnar er 4Va—6 m. og hefur svæðið sunnanvið kirkjuna
þvi verið fyrrum meira en helraingi breiðara en norðan-
við. Austanvið kórinn er að eins um 4 m. breitt bil, en
■bilið vestanvið er 8—12. Nú vottar hvergi fyrir sálu-
hliði á garðinum. Við hinar fyrri rannsóknir, 1840, þótti
mönnum sem það hefði verið á norðurveggnum vestantil,
á móts við kirkjuhornið. Var þar að sönnu beinast að
ganga í kirkju fyrir þá sem komu heiman frá bænum.
Helzt mætti ætla, að hlið á þeim vegg hafi verið nokkru
austar eða á honum miðjum; sárfáar grafir fundust norð-
an kirkju á víðu svæði, og dyra varð vart á norður-
vegg kirkjunnar nær miðju.
Kirkjurústin er að innanmáli 14Va m. að lengd og er
1) Hati hann þá nokkrn sinni verið bygður og ekki sjávarbakk-
inn einn látinn nægja í veggjar stað. Kirkjugestirnir mnnn flestir hafa
'komið sjóveg og liklega lent í fjörnnni við kirkjngarðinn. M. Þ.