Skírnir - 01.01.1925, Síða 120
112
Um ranDsóknir á Ferjólfsnesi.
[Skirnir
kórinn 3; breiddin er 672, 4,3 á kórnum1). Veggir eru
misþykkir; norðurveggur 172 m., suðurveggur 2, kórgafi
nær 3. Þil hefur verið fyrir kirkjunni að vestan eins og
nú er á torfkirkjum hjer á landi. Veggir hafa verió
hlaðnir úr grjóti 0g torfi á venjulegan hátt, hafa verið-
beinir 0g sléttir. Að sjálfsögðu hefur kirkjan verið öli
þiljuð innan. Af veggjunum voru nú aðeins 3—4 um-
ferðir neðst eftir. Utanvið undirstöðurnar var raðað stein-
um. Aðalinngangur í kirkjuna hefur að sjálfsögðu verið
á miðjum framstafni, en eins og áður var getið hafa aðr-
ar dyr verið á norðurvegg í fyrstu, þær hafa verið 41 * * */2
m. frá austurenda kirkjunnar sjálfrar og 7 frá vestur-
gaflþili, verið mjóar, 78 cm. yzt, 56 inst. Upp í þessar
dyr hafði verið hlaðið. í fyrstu hafa þær að líkindum
verið á miðjum norðurvegg, en kirkjan virðist þá hafa
verið styttri. Hún hefur verið lengd vestur um 28/4 m.;
mátti sjá það ljóslega á norðurveggnum. Hefur líklega
verið gert upp í norðurdyrnar um Jeið.
Vart varð grafa, sem dr. Nörlund hyggur eldri en
kirkjurústina og ætlar hann þvi, að hún sé ekki hinnar
fyrstu kirkju á staðnum2)- Engrar eldri rústar varð þó
vart. Hann ætlar þessa frá byrjun 13. aldar.
Kirkjan hefur verið lík Garða-dómkirkju að lögunr
1) Til samanburöar má benda á; að Hóla-dómkirkja er 18,90
(nærri 19) m. að 1., framkirkjan er nra 12*/2 m. eða aðeins 1 m. lengri
en kirkjan á Herjólfsnesi; Hóla-dómkirkja er 7,06 m. að br., að eins
nm ‘/2 m. breiðari en Herjólfsness-kirkja. — Bessastaðakirkja er 20,30
m. að 1. og 8,80 m. að br., og framkirkjan þar 13,60, um 2 m. lengri en
á Herjólfsnesi. Kirkjnrnar á Hólum og Bessastöðum, sem eru úr steini,
ern lieiztu sveitakirkjur hjer á landi og einna elztar, frá 1762 og 1823;;
af sjerstökum ástæðum eru þær miklu stærri en venjulegar sveitakirkjur.
— Torfkirkjurnar, sem bér eru til nú (á Hofi í Öræfum, Síðumúla, Víði-
mýri og Saurbæ i Eyjafirði), standast eDgan samjöfnuð við kirkjurústinæ
á Herjólfsnesi að því er stærð snertir.
2) Um sumar þessara grafa (hinar austustu og hina vestustu)'
þykir mjer vafasamt að þær séu eldri en kirkjan, en sumar (2 innan
kirkju og 1 undir kórgafli) kunna að vera frá keiðni, eöa frá fyrstn tlð>
i kristni áður en kirkja var reist hér. — Verður getið siðar. M. Þ..