Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 127
Skírnir]
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
113
en þessi hefur verið minni og ekki eins vönduð og dóm-
kirkjan; þessi hefur verið torfkirkja, Garða-dómkirkja úr
rauðum sandsteini. Kór hefur verið á þeim báðum, en
ekki öðrum kirkjum á Grænlandi, og vesturstafn úr timbri.
Þykir dr. Nörlund þetta benda á líkan aldur þessara
tveggja kirkna, en þó hyggur hann dómkirkjuna eldri.
— Dómkirkjan er krosskirkja, um 231/* m. að 1. að innan-
máli og framkirkjan, vestan stúkna, um 8 m., breið, en
um 167a m. að lengd. Af henni er til enn stór og merki-
leg rúst.
Áður en skýrt verður nánar frá gröfunum í kirkju-
garðinum og því er í þeim fanst skal hjer getið stuttlega
um aðrar húsarústir á Herjólfsnesi.
Norður frá kirkjugarðinum smáhækkar landið og
virðist allmikill grasvöxtur fyrrum hafa verið þar á
nokkurra hundraða metra víðu svæði: Virðist það hafa verið
rutt einhverju sinni og vera hið forna túnstæði, en hvergi
sést fyrir túngarði. Hinar fornu bæjarrústir standa á
þessu svæði, 45 m. fyrir norðan kirkjugarðinn. Nokkuð
var grafið í þær 1840 og enn nokkuð 1921, en að mestu
leyti mega þær heita órannsakaðar enn. Húsin hafa
verið bygð úr toifi og grjóti eins og hér tiðkast enn,
nema eitt, sem var hlaðið úr höggnu grjóti, er lagt hafði
verið í deigulraó, bygt eins og Garða-dómkirkja og nokkur
önnur hús á Grænlandi. Deiglumór (klíningur) kvað
finnast um 3—4 km. frá Herjólfsnesi. Hús þetta var á-
fast við bæjarhúsin hin, syðst þeirra og ekki innangengt
í það; það er að lengd 11 m. og breidd
innan. Veggir vel hlaðnir en ekki allir jafnþykkir,
Niðri við nndurstöður þessa húss, í ösku- og sorpdyngju,
fanst dálitið brot af rínsku leirkeri, sem ekki er eldra
«n frá 15. öld. — Gólfið í húsinu var hellulagt og hell-
urnar lagðar í deigulmó. Ilúsið virtist eldra en hin bæj-
arhúsin og þó heizt frá hinum siðari öldum Grænlands-
fiygðar. Ef til vill hefur það verið vöruhús kaupmanna.
Um 10 m. fyrir norðan bæjarrústina er fjósrústin, með
áfastri hlöðurúst eða líklega öllu heldur heygarðsrúst.
8