Skírnir - 01.01.1925, Page 129
Skirnir]
Um ranneóknir á Herjólfsnesi.
115
og höfuð. Var það forn Biður og gert til að sýna eftir-
leiðis, jafnvel er líkaminn var orðinn að mold og alt, sem
með honum fór í gröfina, að þar var friðhelgur greftrun-
arstaður, vígður reitur, sem ekki mátti nota framar til
neins, er Bpilt gæti heigi hans. — Viðarkol haldast ófúin
í jörðu.
Með mörgum hafði verið grafinn lítill trékross; hafa
fundist alls 58 í kirkjugarðinum. Krossinn var lagður a
kisturnar eða á brjóstið, stöku sinnum á það bert, eða und-
ir vaðmálsfötin. Þessi siður er merkilegur og er ekki kunn-
ugt, að hann hafi tíðkast annars staðar á Norðurlöndum;
en þó má minna á, að til skamms tima hefur tiðkast með-
al sveitafólks sums staðar í Danmörku að leggja strákrossa,
1 eða 3, á líkin. Víða annars staðar í Norðurálfunni tíðk-
aðist þessi siður á miðöldunum, að grafa kristna menn
með kross á brjóstinu. Svo virðist sem þetta hafi verið
algengara fyrrum á Herjólfsnesi en á siðari tímum þar,
því að um s/4 af þeim 50, er fundust þar 1921, fundust
án nokkurra leifa af líkinu, sem þeir höfðu fylgt, en að
eins 4 með þeim hér um bil 45 búningum eða fataleifum,
sem fundust. En alt til siðustu ára hefur siðurinn þekst,
því að kross fanst með einurn hinna yngstu fata, sem
varla eru eldri en frá byrjun 15. aldar. Var sá raunar
mjög einfaldur að gerð, og 5 aðrir, en hinir eldri eru
sumir mjög vandaðir og fallega gerðir; skal þeim lýst
nánar siðar.
í kirkjugarðinum hafa fundist auk hins áður nefnda
legsteins yfir Hróar Kolgrímsson 6 brot úr öðrum með
latínuletri frá 13. öld; áletrunin hefur verið á íslenzku (eða
grænlenzku þess tíma), en að eins 1 orð verður lesið á
þessum brotum og þó ekki alt. Þau sýna vel lögun steins-
ins. Enn fremur hafa fundist 2 litlir legsteinar í garð-
inum, sem engin áletrun hefur verið á, en að eins kross.
Enginn steinanna er álitinn eldri en frá 13. öld.
Eftir þetta yfirlit skal nú sagt nokkru gjör frá því
«r fanst í kirkjugarðinum, kistunum, krossunum, fötunum
og beinaleifunum.
8*