Skírnir - 01.01.1925, Page 131
Skirnir]
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
117
■eitt at heilunum) hafi fundist í einni loklausu kistunni
og loknaglaholurnar sáust í hliðum hennar og göflum.
Kistan var furðanlega ófúin og hafði verið vönduð og
vel gerð. Kross var skorin á botn ofarlega. Undarlegt
var það um þessa kistu og gröf, að yflr henni lá stór
forngrýtishnullungur, á að gizka 30 vættir (U/2 tonn) að
þyngd; hann lá ofanjarðar, norðanundir kórnum. Er bágt
að vita, hvernig á honum stóð, en víst minnir þetta á orð
Auðunnar Gyðusonar í Flóamannasögu, er hann bað Þor-
gils örrabeinsstjúp hjálpa sjer að grafa móður sína: »skul-
um vit nú draga hana (0. kistuna) í brottu, færa niðr í
jörð, ok bera á hana sem mestan þunga.« En merkast
var það um þessa kistu hér undir stóra steininum, að á
botni hennar fannst lítil ferstrend spýta (19l/aX IV2X lcm.)
og skorin á 2 hliðar þessi áletrun: f þ'fl| : \\ M :
m':nitliMW>:|:Fi6’M -
rnþni*4H, Þ- e- & venjulegu nútíðarmáli: Þessi kona
var lögð fyrir borð í Grænalands-hafi, er Guðveig hjet.
Dr. Finnur Jónsson prófessor álítur að sumt bendi til, að
áletran þessi muni vera skorin af Norðmanni um eða
litlu fyrir 1300. — Eftir þessu hefur kistuna rekið á land
og hún síðan færð til graftar á Herjólfsnesi1). Þessi kista
or að innanmáli I6P/2 cm. að lengd og að br. 31—43 cm.
Ekki síður einkennilegt en að finna nokkrar kistur
loklausar var hitt, að finna eina botnlausa. Það var full-
orðins kista, sunnanundir kórnum. Likið hefur verið kistu-
lagt í gröfinni og grafarbotninn verið kistubotninn, likt
og í steinkistum í Norðurálfunni sums staðar. — önnur
kista, barnskista fyrir framan kirkjuna, var gerð uppvið
aðra eldri, þannig að hliðfjöl hennar þeim megin var
jafnframt notuð sem hlið í hina yngri. Erfitt hefur ver-
ið um viðarkaupin þá.
1) Virðist ástæðnlaust að lita öðruvisi á þetta, að spýtan hafi
verið gerð (i landi) til mÍDja um Guðveigu og grafin (í annars manns
kistu) í hennar stað. M. Þ.