Skírnir - 01.01.1925, Side 133
Skírnir]
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
11»
varð að eins vart. öll höfðu fötin verið unnin úr sauðar-
ull. Þau voru ofin úr ótvinnuðu bandi og flest með vað-
má,l8vend, fjórskeftu. Einskefta var í sumum, helzt hos-
unum. Mesta dúkbreidd, sem vart varð, var nær 1 m.;
oftlega mátti sjá að hún hafði verið yfir 80 cm. Einskis
skrauts varð vart í vefnaði, en bönd höfðu verið notuð
mikið, bæði snúin og fljettuð; mörg á sex þáttum. Með
þessum böndum voru sum fötin lögð um jaðrana. Þess
mátti finna merki, að sauðsvört ull, og jafnframt lituð
svört stundum, hafði verið notuð í uppistöðuna, en hvít
í fyrirvaf og stundum lituð brún eða mórauð. — Brydd-
inga varð ekki vart með vissu, en allar likur eru til að
skinnbryddingar hafi samt verið á sumum hettunum o. fl ,
eftir útliti jaðranna sumra.
Mörg eru fötin slitin af langri notkun og sum bætf,
en að »stoppa« i götin virðist hafa verið óþekt.
Fötin eru aðallega þrenns konar: K y r 11 a r (og syr-
kot) hettur eða kaprún (og húfur) og hosur. Þess
ber að gæta. að raenn hafa ekki verið jarðaðir í öllum
fötunum, heldur hefur verið sveipað nokkrum fötum um
likin, svo sem eins konar líkklæðum, helzt þá valin til
þess gölluð föt, og jafnvel ekki ætið föt hins andvana
sjálfs; oftast munu þau þó hafa verið notuð.
Kyrtlarnir flokkast eftir þvi, hversu þeir eru sniðnir
og samansettir: í 1. flokki eru kyrtlar með hliðargeirum
einum, 2 á hvorri hlið eða 1 með miðsaumi. Hafa fund-
ist 5 af þeim eða leifar þeirra. I öðrum flokki eru nær-
skornir kyrtlar með 2 geirum aftan og framan og 2 eða
4 á hvorri hlið; þess konar kyrtlar munu hafa verið
nefndir fjöigeirungar, að minnsta kosti þeir, er ekki voru með
samlitum geirum. Fundust einnig 5 af þeim. I 3. flokki
ei’u víðir kyrtlar með 2 geirum aftan og framan og 2 (eða
4) á hvorri hlið; en eins og geirarnir sumir i kyrtlunum í 1.
flokki eru einnig margir geiranna i kyrtlunum í 2. og 3. flokki
látnir iíta út sem 2, en er raunar 1 með miðsaumi. Af
þessum flokki fundust 4—5 kyrtlar og leifar af nokkrum
fleirum, er virðast hafa verið með líkri gerð. í 4. flokki