Skírnir - 01.01.1925, Page 134
120
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
[Skírnir
má telja fellingakyrtla 2, sem leifar fundustaf; þeir hafa
verið með þjettum smáfellingum eða ryktir saman fyrir
ofan mittið (upphluturinn). I 5. flokki er talinn 1 kyrtill
eða leifar af honum, sem enga geira hefur haft á hliðum
og að eins 1 framan og aftan. í 6. flokki eru 2 barns-
kyrtlar eða kjólar; annar er einu fatnaðarleifarnar, sem
fundust í líkkistu.
Kyrtlarnir eru ýmist af körlum eða konum, ungum
eða gömlum. Sumir hafa verið með hálfermum, sumir
langermaðir. Iiöfuðsmáttin fremur þröng á flestum og
virðist fólkið hafa verið höfuðsmátt. Á 3—4 er klauf á
brjósti, hnept á þeim einum, sera eru í 5. flokki, en að
líkindum næld eða reimuð saman á 2 hinna og opin á
einum, öðrum rykta kyrtlinum. Hafa þessir allir að lík-
indum verið undirkyrtlar. Ermalinappar fundust á ein-
um karlmannskyrtli ermalöngum; hafa verið 15 litlir
vaðmálshnappar á hvorri ermi að neðan. Kyrtlarnir hafa
flestir náð niður fyrir hné, niður á kálfa eða miðjan legg.
Vasaop eru á sumum og þá á báðum hliðum, en vas-
ar engir. Munu þeir kyrtlar allir hafa verið yfirkyrtlar
og vera þeir, er nefndust syrkot.
Með einum einasta kyrtli (af 3. flokki) fanst hetta,
en hettunum verður lýst síðar.
Af bolklæðum fundust auk þessara venjulegu kyrtla
að eins 2 hneptir kyrtlar, ef svo má nefna þessar flíkur.
Þær eru opnar að framan, hafa verið þétt-hneptar efst
og með 2—3 hnöppum neðst, en belti hefur haldið þeim
saman um miðju. Um hálsinn hefur verið lágur stand-
kragi. Þær eru þannig rnjög líkar sumum kápum eða
yfirhöfnum, sem nú eru bornar bæði af körlum og konum.
önnur hefur náð niður um hnén og sennilega verið karl-
mannskyrtill, en hin virðist hafa verið kvenkyrtill eða
kvenhempa og verið mun síðari. Þær eru fjórdúkaðar
hvorum megin eða gerðar af 8 dúkum alls og hafa ekki
verið nærskornar. — Þessar flíkur tókust upp á 14. öld
og á Noiðurlöndum hafa þær farið að tíðkast á henni
ofanverðri eða undir lok hennar. Er það mikilsvert atriði