Skírnir - 01.01.1925, Page 135
33kírnir]
Um rannsóknir k Herjólfsnesi.
121
að þeasir kyrtlar fundust á Herjólfsnesi, er dæmt skal
um hve lengi samband hélst við Grænland. Enn yngri
munu þó ryktu kyrtlarnir vera og varla eldri en frá sið-
ari hluta 3 5. aldar.
Af hettum hafa fundist á Herjólfsnesi ekki færri en
17 og eru flestar heillegar. Þær eru saumaðar úr vað-
máli eins og kyrtlarnir, en dálítið svipaðar hinum svo-
nefndu prjónuðu lambhúshettum, er tíðkast hafa hjer á landi
!til skamms tíma. Einkennilegast er þó skottið eða strútur-
inn svo nefndi á þessum grænlenzku bettum, og marg-
ar eru þær miklu síðari en lambhúshetturnar, ná niður
fyrir herðar. Undarlega eru þær sumar þröngar um háls-
inn og hafa þeir veiið höfuðlitlir, er þær báru, að eins
40—50 cm., mest 58. Kemur þetta heim við höfuðsmáttir-
nar á sumum kyrtlunum; enda sýna höfuðkúpurnar, sem
fundust, að Grænlendingar hafa á þeim tíma, sem fötin
æru frá, verið höfuðlitlir. Að eins ein af hettunum fanst
með kyrtli (karlmanns-undirkyrtli).
Hetturnar (eða hettirnir) eru saumaðar saman af 2
aðal-hlutum og er saumurinn eftir miðju höfði og baki,
og annar að framan, niðurundan hökunni, en til þess að
fá hæfilega vídd er settur geiri í á brjósti eða sinn á
hvorri öxl og skiftast hetturnar eftir því í 2 flokka. Jafn-
framt eru hetturnar aieð brjóstgeiranum nokkru víðari um
hálsinn, um 57 cm., og miklu síðari. Á sumum þeirra er
■strúturinn sniðinn ura leið að mestu, en á hinum er hann
aaumaður við; er hann tvöfaldur og saumur á að neðan
«ða bæði ofan og neðan, og verður hann þá eins og strút-
uriim á síðhöttunum. Strútarnir eru misbreiðir; hinn breið-
asti er 11 —12 cm., hinn mjósti, sem jafuframt er sá lengsti,
er að eins 14 mm., eða álíka og svipól, og er hann 84
cm. langur (um ll/s al.). Á öðrum 3 er hann t. d. 68 cm.
langur og 5,7 cm. að breidd, 47 cm. langur og 2 cm. að
hreidd, og 48 cm. langur og 2—2,5 að breidd. Af mörg-
‘Utn hefur strúturinn verið tekinn, en hefur víst verið á
þeim öllum í fyrstu
Innaní einni hettuni var húfa; hafa þær stundum