Skírnir - 01.01.1925, Page 136
122 Um rannsókmr á Herjólfsnesi. [Skirnir
verið bornar undir hettunum. — Leifar af öðrum fötum
fundust einnig með þeim.
Það hafði tíðkast lengi hjer í álfu, einkum meðal al-
þýðunnar, að bera hettu, en á 14. öldinni varð hún miklu
algengaii en áður og jafnframt meðal heldri manna, og
þá fór að tiðkast að liafa strút á þeim. Strútarnir gátu
verið hentugir til að vefja hetturnar þéttar að hálsinum
þegar ilt var veður, en hégómagirnin olli þó mest lengd-
inni; þótti sá að því leyti bezt búinn, sem lengstan
hafði 8trútinn. Brugðu menn honum stundum undir beltið
eða yfir um sig, eða hnýttu hnút á hann, til þess að
draga hann ekki við jörðu. I mörgum lögum og fyrir-
skipunum frá 14. öldinni eru sett ákvæði um lengd og
breidd strútanna á hettunum; þegar keyra þótti fram úr
öllu hófi var bannað að hafa þá lengri en svo ogsvo; en
menn munu ekki þá fremur en nú hafa hlýðnast slíkum
bannlögum. — Hjer á landi ákvað t. d. Gyrður ívarsson
Skálholtsbyskup 1359 að »prestar ok djaknar . . . hafi eigi
miora hettustrúta en tveggja fingra og eigi síðara en
alnar1).* Hettan með breiðasta strútnum, sem áður var
getið, mun vera elzt af þessum grænlenzku hettum og
varla yngri en frá fyrri hluta 14. aldar. Strúturinn
myndar á henni nokkru eðlilegra framhald á kollinum en
strútarnir á hinum. — Hún er harla lík hettunni á Gang-
lera (Gylfa konungi) eins og hann er myndaður í Upp-
eala-Eddu, sem er frá byrjun 14. aldar. Allar hinar eru
yngii, frá síðari hluta aldarinnar og frá 15. öld. Iletturn-
ar með herðageirunum eru haganlegar gerðar en hinar
að því er efnið snertir, — sníðst ekki eins mikið af, og
munu vera yngri, varla eldri en frá því um 1400. Ein
þeirra var þó í gröf, sem var undir öðrum tveim hettum;
hefur því verið komið langt fram á 15. öldina, er þær
hettur, einkum hin efri þeirra, var látin í jörðina; — það
var sú sem var með húfunni innan í. Þess konar hettur
voru bornar á Norðurlöndum út alla 15. öld og sennilega
1) Dipl. isl. III. 129.