Skírnir - 01.01.1925, Síða 137
Skirnir] Um rannsóknir á Herjólfsnesi. 123
hafa þær verið bornar á Grænlandi meðan þar lifðu nor-
rænir menn.
Mestar líkur eru til að allar þær hettur, er funduat
á Herjólfsnesi, hafi verið karlmannsliettur, þó kann hett-
an með breiðasta strútnum að vera kvennhetta Á Norð-
urlöndum munu konur hafa borið iíkar hettur, en helzt
er þó getið um hettur og kaprún karlmanna.
Það er eftirtakanlegt. að þessar grænlenzku hettur
akuli hafa haft strúta. I öðrum löndum bar alþýðufólk
strútlausar hettur, en langi strúturinn var eins konar ein-
kenni reðri stjettanna alla tíð frá því að sundurgerðar-
mennirnir fóru að tiðka hann á 14. öldinni.
Af húfunum fundust 5 alls; 4 eru hver annari líkar
að gerð, kringlóttar, um 10 cm. að hæð; 1 er af barni,
1 af ungum pilti, smsem var í hettunni og áður var get-
ið, en 2 af fullorðnum. Allar hafa húfurnar saum um
þveran kollinn og er hann þar samsettur á öllum, nema
einni, drengshúfunni Ein af húfunum er miklu hærri en
hinar, 25—30 cm., og er dálítið uppmjó, víð neðst, en
kollurinn um 14 cm. að þverm. Lik karlmannshúfum,
sem sjást á myndum frá lokum 15. aldar. En slíkar húf-
ur sem hinar 4 báru karlmenn og drengir á 15. öld al-
raent og fram á 16. öld, kvennmenn aldrei. Þessar græn-
lenzku húfur hljóta því að vera einna yngstar af öllu því er
fanst á Herjólfsnesi frá fyrri tíð og gefa bending um að
Grænlendingar hafi haft samband við Norðurálfu-menn
langt fram á 15. öld, að minnsta kosti.
Einar hosur fundust í garðinum og 5 stakar eða leif-
ar af þeim. Fiestar eru þær úr grófgerðu efni, einskeftu
eða vaðmáli, og hver annari dálítið ólíkar að gerð. Þær
aem eiga saman eru háar (98 cm.), hafa náð upp i klof
og eru viðar efst, miklu hærri að framan en aftan. Þær
eru með leistum og eru þeir saumaðir neðanvið; saumur
®r að aftan á hosunum og neðan undir ilinni á leistunum,
eins og á leistinum, sem fannst á Munka-Þverá og nú er
bjer á Þjóðminjasafninu. — Þessar langhosur fundust með
nokkrum hluta af einum karlmanns-yfirkyrtlanna (syrkoti).