Skírnir - 01.01.1925, Síða 138
124
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
[Skírnir
Eíh af stöku hosunum kann að hafa verið lík þessum að
gerð, en er ekki heil. önnur hefur líklega einnig haft leist
sem þær, en verið stutt. Þriðja virðist engan leist hafa
haft, en líklega með bandi undir hælinn; hún er um 44
cra. að hæð, hefur náð upp að hné. Fjórða er barnshosa
leistlaus, en hefur gengið niður fyrir hælinn og upp fyrir
hné, er um 70 cm. löng, en öll mjög mjóslegin (18—19
cm. að vidd). Fimta hefur verið með líku sniði, að því
er virðist; hún hefur verið á ungum manni; fótleggur
var í henni.
Allar þessar hosur eru sem vænta mátti eftir þeim
myndum, sem til eru, og frásögnum af ho3um á þessu
tímabili, sem hjer er um að ræða, en aldur þeirra verð-
■ur þó ekki ákveðinn af gerðinni; þær geta verið frá 13.,
14. eða 15. öld hennar vegna.
Auk fata og fataleifa fannst mjög fátt í garðinum
búningum tilheyrandi, þetta helzt: Leðursóli, sem líklega
hefur verið lagður innan i leist á hosu eða skó; einkenni-
legt er það, að á hann eru krotaðir margir krossar og
•eru kvistir á örmunum á flestum. — Snúrur og bönd nokkur,
eða bútar af þeim. — Kopai'hringjur 2, kringlóttar, með horn-
um; líklega af belti eða til þess að næla saman höfuðsmátt á
kyrtli. Virðast geta verið frá 13. öld. — Látúnsprjónar 2,
getið að framan; líklega til að næla saman fötum ; enn frem-
ur 8 trjeprjónar litlir, 9—17 cm. að lengd; líklega verið
hafðir til hins sama. — Loks er að nefna beinkross mjög
lítinn með smáhringum á; hefur verið borinn í bandi á
hálsi. Ilann fannBt í fjörunni við kirkjugarðinn.
Auk þessara fornleifa, sem fundist hafa í kirkjugarð-
inum á Herjólfsnesi, hefur fátt fundist þar af forngripum.
Hjer að framan var getið um brot úr leirkönnu frá 15. öld-
inni. Enn fremur 10—12 brot af kolum og grýtum úr
tálgusteini, og nokkur brot af snældusnúðum o. fl. úr sama
efni, Bteinlafnpi eða kola úr forngrýti, kljásteinar, brýnis-
bútar o. fl. úr öðrum steini; handfang af vefjarskeið úr
furu, askja úr hvalskíði, sem getið var áður, og hálfur
botn úr annari, trjehúnn, sá er nefndur var hjer að fram-