Skírnir - 01.01.1925, Síða 139
Skírnir]
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
125-
an, kctrutöflur 2 úr beini, um 5 cm. að þverm. og 2 að
þykt. Af kirkjugripum fannst vatnssteinninn, um 90 cm.
að hæð og um 25. cnr að þverm., og er um 9 cm víð
skálin; bollasteinn þessi var í kirkjugarðinum. Af kirkju-
klukku einni eða fleirum fundust 11 brot. Eru hin stærstu
nærri 2 cm. að þykt. Á einu brotinu voru leifar af letri
sams konar að gerð og er á kirkjuklukkum frá 13.—14. öld.
Leifar fundust af dýrabeinum, úr hreindýrum, naut-
gripum og sauðkindum eða geitum.
En loks skal getið um mannabein þau er fundust í
kirkjugarðinum. Þau voru rannsökuð með mestu ná-
kvæmni af dr. med. Fr. C. C. Hansen, prófessor í líkams-
fræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Beinaleifarnar
voru úr 25 persónum, 10 kvennmönnum, 6 yngri en 30
ára, 7 karlmönnum, 3 yngri en 30 ára, 4 öðrum fullorðn-
um, sem ekki verður sagt um hvort verið hafi karlar eða
konur, og var 1 þeirra yngri en 30 ára, og 4 úr börnum
eða unglingum, 11—16 ára gömlum. Er eftirtektarvert,.
hve margt er af ungu fólki og börnum, og sje jafnframt
tekið tillit til allra barnakistanna, sem fundust í garðin-
um og engar leifar voru i, kemur í ljós, að barnadauði
hefur verið hlutfallslega mikill.
Af beinum tveggja kvenmannanna, sem höfðu dáið
um 30 — 40 ára að aldri, mátti sjá að þær hafa haft
beinkröm og hryggskekkju svo að staðið hefði þeim fyrir
barnsburði, að minnsta kosti annari konunni; þetta eru
helztu kvenbeinin, sem koma til greina og tekin verða
til rannsóknar í þessu efni. Hafi þessir sjúkdómar verið svo
almennir, sem virðast má af þeim, þá hefur það vitan-
lega haft alvarlegar afleiðingar og átt sinn þátt í að kyn-
slóðin dó út. Sömuleiðis varð vart nokkurrar hrygg-
skekkju á beinum úr þriðju konunni, sem hefur verið
rúmlega hálf-þritug, og hálsskekkju á hálsliðum úr hinni
fjórðu, sem hefur dáið á líkum aldri. öll Beinabygging
binnar fimtu, stúlku milli tvítugs og hálf-þrítugs, sýndi
að hún hefur verið óvenju veikbygð og þroskalítil, greini-
lega úrkynjuð að öllu líkamlegu atgervi. Sömuleiðis báru>