Skírnir - 01.01.1925, Side 141
‘Skírnir]
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
127
vera mjög forn, er lik öskjum þeim sem skrælingjar hafa
gjört á síðustu öldum; en gerðin virðist vera hin sama
og á venjulegum traföskjum og smjöröskjum, sem hjer
hafa tíðkast og sjá má mikinn fjölda af hjer á Þjóðminja-
safninu; eru þær frá 17.—19. öld. Meðal þeirra er ein
skíðisaskja. Það eru vitanlega meiri líkur til að skræl-
ingjar hafi tekið það eftir hinum fornu, norrænu Græn-
lendingum að gera slíkar öskjur, en að Grænlendingar
hafi lært það af skrælingjum.
Beinin benda á afturför og úrkynjun, höfuðkúpurnar
jafnvel á rýrnun andlegra hæfileika, það verður ekki
rengt, en gegnir ekki lieldur neinni furðu. Flokkurinn
var fámennur og einstæður, útilokaður frá sambandi við
aðrar þjóðir áratugum saman; og harðindi og skortur
samfara þessari sljóvgandi einangrun, drógu úr kjarkinum.
Þetta þjóðarbrot hafði ekki á undanförnum áraþúsundum
vanist þeim lifnaðarháttum, sem það varð við að búa
hér að síðustu. Meðan landsgæði voru ærin og samgöng-
ur héldust við önnur lönd gekk alt þolanlega, og sam-
tímis var friður fyrir skrælingjunum. — En er veðráttu-
far tók' að versna og landið að ganga úr sjer, er sjór lukt-
ist hafísum, svo að skipakomur og sjósóknir lögðust niður,
og er lævísir, grimmir óvinir, »heiðin tröll«, sóttu að á nóttu
og degi með ofurefli liðs, þá fengu þessir fáu, mensku
menn ekki staðist til lengdar.
Að veðuráttufarið hafi versnað, sennilega af vaxandi
isreki upp um landið, er engin getgáta, gripin úr lausu
lofti. Hinn sænski visindamaður, prófessor 0. Pettersson,
hefur komið fram með merkilegar kenningar um breyt-
ingar á veðuráttufarinu, sem orsakast af hafstraumunum,
breytingu á þeim, en þeirri breytingu veldur aftur af-
staða tungls og sólar. Slík afstaða, sem veldur veður-
spillingu, verður 1850. hvert ár og varð árið 1433. Prof.
Pettersson hefur rannsakað, svo vel sem föng eru á, veður-
áttufarið á Grænlandi á miðöldunum og heldur fram þeirri
skoðun, að veðuráttufarið hafl farið versnandi á miðöldun-
um og sjerstaklega hafi hafísinn aukist. — En dr. Nörlund