Skírnir - 01.01.1925, Page 145
Undir straumhvörf.
Það atvikaðist svo, að skoðun mín á verkum Einars
H. Kvarans varð alment umtalsefni á íslandi í fyrra
sumar, án þess að eg sjálfur hefði haft tækifæri til þess
að gera grein fyrir henni. Misskilningur og hégómi ófst
svo inn í þær umræður, að lítt var fýsilegt að lengja
blaðaskraf um málið af þeim toga. En hitt er mér óleitt,
að gera hér í Skírni (og í þeim anda, sem eg tel honum
samboðinn) grein fyrir þeim atriðum í list og lífsskoðun
E. H. Kv., sem valda þvi, að eg tel hann ekki vel til
þess fallinn að vera leiðtoga eða fulltrúa íslendinga í þeim
efnum. Það vill líka svo vel til, að eg þarf ekki að ganga
mjög á rúm tímaritsins né þolinmæði lesandans með smá-
smuglegum aðflnslum, er smekkur einn fær úr skorið,
hvort réttmætar sé. Mig greinir á við E. H. Kv. um
mikilvæg vandamál, sein æskilegt er, að alment væri tek-
in til íhugunar. En tvent skal eg taka fram í upphafi,
sem kann að geta komið í veg fyrir misskilning þeirra
manna, sem sækjast ekki eftir honura. Þessi grein fjall-
ar um skiftar skoðanir. Henni er ekki ætlað að vera
heildar-lýsing verka E. H. Kv. En eg myndi aldrei hafa
haft fyrir að rita hana, ef eg teldi E. H. Kv. ekki merki-
legan og áhrifarikan rithöfund. Eg hef miklar mætur á
fyrri bókum hans, og hef oftsinnis látið það opinberlega
í Ijós. En þrátt fyrir það hef eg fyrir löngu fundið meg-
inatriði í lífsskoðun hans (og samsvarandi veilur í list og
stíl), sem eg var algerlega ósammála. Þeir, sem hlýddu
á Hannesar Árnasonar fyrirlestra mína veturinn 1918—19,
um einlyndi og marglyndi, munu ef til vill kannast við,
9*