Skírnir - 01.01.1925, Side 146
132
Undir straumhvörf.
[Skirnir
að eg sagði þá með svipuðura orðum sumt af því, sera
hér fer á eftir, og sótti einmitt dæmi í sögur E. H. Kv.
I.
Ef litið er á Vonir, fyrstu sögu E. H. Kv., sem hon-
um er fyililega samboðin, og Móra, síðustu sögu hans,
sem komið hefur á prent, sést furðu berlega, hverja stefnu
skáldskapur hans hefur tekið. Vonir eru ekkert annað
en listaverk, lýsing karls og konu og örlaga þeirra, mynd
úr lifinu, sem bver getur dregið sínar ályktanir af, eða
notið án allra ályktana, eftir geðþótta. Aftur á móti segir
síra Jakob Kristinsson um Móra (í grein, sem rituð er til
þess að þakka höfundi fyrir söguna), að sagan sé »hug-
vekja handa prestum«, »handbók í sálgæzlufræði« o. s. frv.,
en finnur vel, að hún er ófullkomið listaverk: »Sumt í
sögu þessari hefði mátt betur fara. Umgerð hennar hefði
eg kosið á annan veg. Formáli, innskot og eftirmáii heild-
salans er ekki til bóta« o. s frv. (Tíminn, 25. okt. 1924).
Tvent virðist hafa valdið þessari breytingu. ímynd-
un skáldsins hefur orðið ófrjórri og stirðari i vöfum með
aldrinum, eins og eðlilegt er, en lífsskoðun hans ákveðn-
ari og meira áhugamál. Honum hefur orðið erfiðara að
skapa nýjar persónur og lofa þeim að vaxa og breyta,
sigra eða falla eftir sínum eigin eðiislögum. Þær hafa
orðið brúður, sem mæla fram skoðanir, sem höfundi er
umhugað um að boða, og er stjórnað nákvæmlega eftir
fyrirhugaðri áætlun, svo að alt falli að lokum í Ijúfa löð.
Það er alkunnugt, að mjög má skifta skáldum í fiokka
frá þessu sjónarmiði. Shakespeare er stórfeldasta dæmi
annars flokksins. Persónur hans vaxa svo í ímynduninni,
að þær taka oft ráðin af hinni skipandi skynsemi, sem á
að sjá um uppistöðu og hlutföll í verkinu. Hver auka-
persóna kemur með sínu einkenni, lifir sínu lifi. Á vor-
um dögum má sjá skemtileg dæmi beggja þessara flokka,
þar sem eru tvö af víðkunnustu skáldum Norðmanna,
HamBun og Bojer. Hver, sem les sögur þeirra með at-
hygli, finnur, að verk Hamsuns vaxa eins og tréð í skóg-